Klimatångest Óttar Guðmundsson skrifar 1. september 2018 09:00 Íslendingar hafa alltaf verið uppteknir af veðrinu. Þjóðtrúin hefur að geyma ótal fyrirboða varðandi veðurfarið. Mikil berjaspretta var talin fyrir vondum vetri. Ótal orðtök og málshættir tengjast hversu ófyrirsjáanlegt veðrið er. Veðurfarið er sígilt samræðuefni í öllum heitum og köldum pottum þessa lands. Góðir veðurspámenn hafa alltaf verið í miklum metum. Gott þótti að heita á heilagan Þorlák til veðurs vegna þess að „hann lastaði aldrei veður“. Reykvíkingar hafa vælt stöðugt í allt sumar yfir vætutíð sem ekki er í anda hins forna biskups. Meðan rigndi alla daga á Íslandi skein sólin glatt á frændur okkar Svía. Framan af voru menn kátir með alla þessa sól en smám saman kárnaði gamanið. Gróður eyddist, vatn þraut og miklir eldar loguðu í skraufþurrum skógunum. Sólríkt sumar snerist upp í martröð. Um fátt er meira rætt í Svíþjóð þessa dagana en þessa hitasvækju sumarsins. Nýr geðsjúkdómur er kominn fram, „klimatångest“ eða loftslagskvíði sem er gjörólíkur veðuráhyggjum Íslendinga. Menn óttast að veðurfar heimsins sé að breytast og veröldin smám saman að tortíma sjálfri sér. Hjá mörgum verður þetta að alvarlegri þráhyggju sem rænir fólk gleði daganna. Enginn talar lengur um veðursældina í Svíþjóð heldur um dapra framtíð og hitnun jarðar. Umhverfissinnar sópa að sér pólitísku fylgi með hræðsluáróðri og „heimur á helvegi“ spám. Menn óttast um grunnvatnið og aðrar gjafir jarðar. Íslendingar láta sér þó fátt um finnast enda er hér enginn maður haldinn „klimatångest“. Meðan landinn þráir sól og sumaryl steyta sænskir bændur hnefann til himins framan í sólina. Svona er nú heimsins gæðum misskipt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa alltaf verið uppteknir af veðrinu. Þjóðtrúin hefur að geyma ótal fyrirboða varðandi veðurfarið. Mikil berjaspretta var talin fyrir vondum vetri. Ótal orðtök og málshættir tengjast hversu ófyrirsjáanlegt veðrið er. Veðurfarið er sígilt samræðuefni í öllum heitum og köldum pottum þessa lands. Góðir veðurspámenn hafa alltaf verið í miklum metum. Gott þótti að heita á heilagan Þorlák til veðurs vegna þess að „hann lastaði aldrei veður“. Reykvíkingar hafa vælt stöðugt í allt sumar yfir vætutíð sem ekki er í anda hins forna biskups. Meðan rigndi alla daga á Íslandi skein sólin glatt á frændur okkar Svía. Framan af voru menn kátir með alla þessa sól en smám saman kárnaði gamanið. Gróður eyddist, vatn þraut og miklir eldar loguðu í skraufþurrum skógunum. Sólríkt sumar snerist upp í martröð. Um fátt er meira rætt í Svíþjóð þessa dagana en þessa hitasvækju sumarsins. Nýr geðsjúkdómur er kominn fram, „klimatångest“ eða loftslagskvíði sem er gjörólíkur veðuráhyggjum Íslendinga. Menn óttast að veðurfar heimsins sé að breytast og veröldin smám saman að tortíma sjálfri sér. Hjá mörgum verður þetta að alvarlegri þráhyggju sem rænir fólk gleði daganna. Enginn talar lengur um veðursældina í Svíþjóð heldur um dapra framtíð og hitnun jarðar. Umhverfissinnar sópa að sér pólitísku fylgi með hræðsluáróðri og „heimur á helvegi“ spám. Menn óttast um grunnvatnið og aðrar gjafir jarðar. Íslendingar láta sér þó fátt um finnast enda er hér enginn maður haldinn „klimatångest“. Meðan landinn þráir sól og sumaryl steyta sænskir bændur hnefann til himins framan í sólina. Svona er nú heimsins gæðum misskipt.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun