Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2018 14:21 Thomas Møller Olsen áfrýjaði dómnum sem hann hlaut fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur til Hæstaréttar. Málið verður hins vegar tekið fyrir í Landsrétti. Vísir/Anton Brink Undirbúningsþinghald í máli Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fer fram í Landsrétti á morgun. Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. Dagsetning aðalmeðferðar hefur þó ekki verið ákveðin.Sjá einnig: Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Björgvin segir að í Landsrétti á morgun verði m.a. kortlagt hvaða vitni úr héraðsdómi muni þurfa að koma fyrir við aðalmeðferðina og hvaða skýrslur verði teknar fyrir. Bæði saksóknara og verjanda verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þeim efnum. Fyrst var gert ráð fyrir að þinghaldið færi fram 11. september en Björgvin fór fram á frest þar sem undirbúningstími hafi verið of knappur.Thomas mætir ekki Þá hefur verið greint frá nýjum vendingum í máli Thomasar frá því að dómur yfir honum var kveðinn upp í héraði. Þar á meðal er matsskýrsla dómskvadds haffræðings um það hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. Aðspurður gerir Björgvin þó ekki ráð fyrir að hann leggi fram gögn við undirbúningsþinghaldið á morgun en fram hefur komið að bæði sækjandi og verjandi hygðust leggja fram viðbótargögn í málinu. Björgvin segist ekki vita hvort gagnaframlagning muni fara fram af hálfu ákæruvaldsins. Thomas Møller Olsen verður ekki viðstaddur undirbúningsþinghaldið í Landsrétti á morgun, að sögn Björgvins. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í janúar árið 2017. Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00 Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30 Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Undirbúningsþinghald í máli Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fer fram í Landsrétti á morgun. Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. Dagsetning aðalmeðferðar hefur þó ekki verið ákveðin.Sjá einnig: Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Björgvin segir að í Landsrétti á morgun verði m.a. kortlagt hvaða vitni úr héraðsdómi muni þurfa að koma fyrir við aðalmeðferðina og hvaða skýrslur verði teknar fyrir. Bæði saksóknara og verjanda verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þeim efnum. Fyrst var gert ráð fyrir að þinghaldið færi fram 11. september en Björgvin fór fram á frest þar sem undirbúningstími hafi verið of knappur.Thomas mætir ekki Þá hefur verið greint frá nýjum vendingum í máli Thomasar frá því að dómur yfir honum var kveðinn upp í héraði. Þar á meðal er matsskýrsla dómskvadds haffræðings um það hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. Aðspurður gerir Björgvin þó ekki ráð fyrir að hann leggi fram gögn við undirbúningsþinghaldið á morgun en fram hefur komið að bæði sækjandi og verjandi hygðust leggja fram viðbótargögn í málinu. Björgvin segist ekki vita hvort gagnaframlagning muni fara fram af hálfu ákæruvaldsins. Thomas Møller Olsen verður ekki viðstaddur undirbúningsþinghaldið í Landsrétti á morgun, að sögn Björgvins. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í janúar árið 2017.
Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00 Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30 Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00
Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30
Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00