Tækifærin í markvissri markaðssókn Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 19. september 2018 14:09 Í upphafi árs fór Íslandsstofa af stað með markaðsverkefni í samvinnu við stjórnvöld og íslensk útflutningsfyrirtæki til að nýta þann meðbyr sem fyrirsjáanlegt var að Ísland myndi njóta í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákveðið var að nýta kastljósið til þess að skerpa á sameiginlegri kynningu á landi og þjóð undir merkjum Inspired by Iceland. Tilgangur verkefnisins snýr að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og sem tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Markaðsstarfinu var beint gegn markhópi sem er m.a. tilbúinn að borga meira fyrir gæði og þjónustu og tilbúinn að upplifa framandi náttúru og menningu. Áhersluþættir í markaðsstarfinu snúa að gæðum, sköpunarkrafti, ábyrgð, nýsköpun, orku og sjálfbærni. Boðleiðir Íslandsstofu hafa verið nýttar til hins ítrasta s.s. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, samfélagsmiðlar, auglýsingar, sýningar, viðskiptasendinefndir og tengslastarf. Markaðsherferðin hófst í mars þegar forseti Íslands og forsetafrú buðu heiminum að vera með í Team Iceland. Í framhaldinu var unnið markvisst að því að koma skilaboðum verkefnisins á framfæri gegnum samfélagsmiðla og almannatengsl. Skipulagðar voru m.a. sex blaðamanna- og áhrifavaldaferðir þar sem áherslan var á valda þætti s.s. þróun knattspyrnu, ferðaþjónustuna, fjárfestingar og nýsköpun, auk þess sem einstakir landshlutar voru kynntir sérstaklega. Þá var farið á fjölda vöru- og sölusýninga þar sem skilaboðin voru kynnt. Sendiráð Íslands og utanríkisþjónustan skipulögðu einnig fjölda viðburða í sendiráðunum. Í tengslum við fyrsta leik Íslands á mótinu var haldin samkoma í Viðey þar sem blaðamönnum og heppnum meðlimum úr Team Iceland var boðið að njóta matar frá kokkalandsliðinu og upplifa íslenska tónlistarveislu. Markaðsaðgerðir hafa gengið afar vel og hafa nú um 13 milljón manns séð myndbönd sem gerð voru í tengslum við herferðina. Um 390 blaðagreinar hafa birst um verkefnið í erlendum miðlum og um 53.000 manns skráðu sig beint í Team Iceland frá 196 þjóðum. Verkefninu er hins vegar hvergi nærri lokið og verður framhaldið kynnt núna á opnum fundi, þriðjudaginn 25. september á Radisson Blu Hótel Sögu kl. 11-12. Það hefur skipt miklu máli að ná víðtæku samstarfi fyrirtækja og stjórnvalda í verkefninu og kynna Ísland undir sameiginlegum hatti í tengslum við svo stóran viðburð. Vonir standa til þess að það verði enn frekara framhald á þessu samstarfi til framtíðar. Þannig næst slagkraftur í samkeppni okkar við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar fyrir land og þjóð. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi árs fór Íslandsstofa af stað með markaðsverkefni í samvinnu við stjórnvöld og íslensk útflutningsfyrirtæki til að nýta þann meðbyr sem fyrirsjáanlegt var að Ísland myndi njóta í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákveðið var að nýta kastljósið til þess að skerpa á sameiginlegri kynningu á landi og þjóð undir merkjum Inspired by Iceland. Tilgangur verkefnisins snýr að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og sem tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Markaðsstarfinu var beint gegn markhópi sem er m.a. tilbúinn að borga meira fyrir gæði og þjónustu og tilbúinn að upplifa framandi náttúru og menningu. Áhersluþættir í markaðsstarfinu snúa að gæðum, sköpunarkrafti, ábyrgð, nýsköpun, orku og sjálfbærni. Boðleiðir Íslandsstofu hafa verið nýttar til hins ítrasta s.s. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, samfélagsmiðlar, auglýsingar, sýningar, viðskiptasendinefndir og tengslastarf. Markaðsherferðin hófst í mars þegar forseti Íslands og forsetafrú buðu heiminum að vera með í Team Iceland. Í framhaldinu var unnið markvisst að því að koma skilaboðum verkefnisins á framfæri gegnum samfélagsmiðla og almannatengsl. Skipulagðar voru m.a. sex blaðamanna- og áhrifavaldaferðir þar sem áherslan var á valda þætti s.s. þróun knattspyrnu, ferðaþjónustuna, fjárfestingar og nýsköpun, auk þess sem einstakir landshlutar voru kynntir sérstaklega. Þá var farið á fjölda vöru- og sölusýninga þar sem skilaboðin voru kynnt. Sendiráð Íslands og utanríkisþjónustan skipulögðu einnig fjölda viðburða í sendiráðunum. Í tengslum við fyrsta leik Íslands á mótinu var haldin samkoma í Viðey þar sem blaðamönnum og heppnum meðlimum úr Team Iceland var boðið að njóta matar frá kokkalandsliðinu og upplifa íslenska tónlistarveislu. Markaðsaðgerðir hafa gengið afar vel og hafa nú um 13 milljón manns séð myndbönd sem gerð voru í tengslum við herferðina. Um 390 blaðagreinar hafa birst um verkefnið í erlendum miðlum og um 53.000 manns skráðu sig beint í Team Iceland frá 196 þjóðum. Verkefninu er hins vegar hvergi nærri lokið og verður framhaldið kynnt núna á opnum fundi, þriðjudaginn 25. september á Radisson Blu Hótel Sögu kl. 11-12. Það hefur skipt miklu máli að ná víðtæku samstarfi fyrirtækja og stjórnvalda í verkefninu og kynna Ísland undir sameiginlegum hatti í tengslum við svo stóran viðburð. Vonir standa til þess að það verði enn frekara framhald á þessu samstarfi til framtíðar. Þannig næst slagkraftur í samkeppni okkar við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar fyrir land og þjóð. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun