Misjafnt gengi síðustu tveggja bikarmeistara í fyrsta leik eftir bikarfögnuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 16:00 Þórarinn Ingi Valdimarsson með bikarinn og í miðri mjólkursturtu. Vísir/Daníel Bikarmeistarar Stjörnunnar spila í kvöld mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsideildar karla í fótbolta en þetta er líka fyrsti leikur Garðabæjarliðsins eftir að liðið tryggði sér sigur í Mjólkurbikarnum. Stjörnumenn taka á móti KA á Samsung vellinum í Garðabæ en leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni Stöð 2 Sport 4. Stjarnan getur minnkað forystu Vals á toppnum í eitt stig með sigri en misstígi Garðbæingar sig og tapi leiknum þá geta Valsmenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð. Stjarnna vann 2-1 sigur á KA í fyrri leiknum á Akureyri en á dögunum hjálpuðu KA-menn Stjörnumönnum í toppbaráttunni með því að taka stig af Valsmönnum fyrir norðan. Stjörnumenn þurfa nú að koma sér niður á jörðina eftir fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Það er óhætt að segja að það hafi verið ýmist í ökkla eða eyra hjá síðustu tveimur bikarmeisturum í fyrsta leik sínum eftir bikarfögnuðinn. Eyjamenn unnu bikarinn í fyrra en töpuðu síðan á heimavelli á móti Víkingi úr Ólafsvík í næsta leik. Þetta var síðasti sigur Víkinga á tímabilinu en þeir fengu aðeins 3 stig í síðustu sjö leikjum sínum og féllu úr deildinni. Árið áður fóru nýkrýndir bikarmeistarar Vals aftur á móti á kostum í 7-0 heimasigri á Víkingum úr Reykjavík. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu allir tvö mörk í leiknum. Sigurður Egill hafði skorað bæði mörkin í bikaúrslitaleiknum. Frá því að bikarúrslitaleikurinn var færður aftur inn á tímabilið sumarið 2010 hafa nýkrýndir bikarmeistarar fagnað sigri í 4 af 8 leikjum sínum eftir bikarfögnuðinn. Það má sjá alla þessa leiki hér fyrir neðan.Fyrsti leikur bikarmeistara eftir bikarúrslitaleik 2010-2017:2017 ÍBV vann 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik 12. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 tap á heimavelli á móti Víkingi Ó. 16. ágúst [TAP]2016 Valur vann 2-0 sigur á ÍBV í bikaúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 7-0 sigur á heimavelli á Víkingi R. 18. ágúst [SIGUR]2015 Valur vann 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik 15. ágúst Fyrsti leikur: 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fjölni 20. ágúst [JAFNTEFLI]2014 KR vann 2-1 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleik 16. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 sigur á heimavelli á móti Fjölni 20. ágúst [SIGUR]2013 Fram vann Stjörnuna í vítakeppni í bikarúrslitaleik 17. ágúst Fyrsti leikur: 3-2 tap á útivelli á móti Stjörnunni 22. ágúst [TAP]2012 KR vann 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik 18. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 sigur á útivelli á FH 23. ágúst [SIGUR]2011 KR vann 2-0 sigur á Þór í bikarúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 2-1 sigur á Þór á útivelli 18. ágúst [SIGUR]2010 FH vann 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleik 14. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 tap á útivelli á móti Grindavík 19. ágúst [TAP] Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar spila í kvöld mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsideildar karla í fótbolta en þetta er líka fyrsti leikur Garðabæjarliðsins eftir að liðið tryggði sér sigur í Mjólkurbikarnum. Stjörnumenn taka á móti KA á Samsung vellinum í Garðabæ en leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni Stöð 2 Sport 4. Stjarnan getur minnkað forystu Vals á toppnum í eitt stig með sigri en misstígi Garðbæingar sig og tapi leiknum þá geta Valsmenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð. Stjarnna vann 2-1 sigur á KA í fyrri leiknum á Akureyri en á dögunum hjálpuðu KA-menn Stjörnumönnum í toppbaráttunni með því að taka stig af Valsmönnum fyrir norðan. Stjörnumenn þurfa nú að koma sér niður á jörðina eftir fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Það er óhætt að segja að það hafi verið ýmist í ökkla eða eyra hjá síðustu tveimur bikarmeisturum í fyrsta leik sínum eftir bikarfögnuðinn. Eyjamenn unnu bikarinn í fyrra en töpuðu síðan á heimavelli á móti Víkingi úr Ólafsvík í næsta leik. Þetta var síðasti sigur Víkinga á tímabilinu en þeir fengu aðeins 3 stig í síðustu sjö leikjum sínum og féllu úr deildinni. Árið áður fóru nýkrýndir bikarmeistarar Vals aftur á móti á kostum í 7-0 heimasigri á Víkingum úr Reykjavík. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu allir tvö mörk í leiknum. Sigurður Egill hafði skorað bæði mörkin í bikaúrslitaleiknum. Frá því að bikarúrslitaleikurinn var færður aftur inn á tímabilið sumarið 2010 hafa nýkrýndir bikarmeistarar fagnað sigri í 4 af 8 leikjum sínum eftir bikarfögnuðinn. Það má sjá alla þessa leiki hér fyrir neðan.Fyrsti leikur bikarmeistara eftir bikarúrslitaleik 2010-2017:2017 ÍBV vann 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik 12. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 tap á heimavelli á móti Víkingi Ó. 16. ágúst [TAP]2016 Valur vann 2-0 sigur á ÍBV í bikaúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 7-0 sigur á heimavelli á Víkingi R. 18. ágúst [SIGUR]2015 Valur vann 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik 15. ágúst Fyrsti leikur: 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fjölni 20. ágúst [JAFNTEFLI]2014 KR vann 2-1 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleik 16. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 sigur á heimavelli á móti Fjölni 20. ágúst [SIGUR]2013 Fram vann Stjörnuna í vítakeppni í bikarúrslitaleik 17. ágúst Fyrsti leikur: 3-2 tap á útivelli á móti Stjörnunni 22. ágúst [TAP]2012 KR vann 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik 18. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 sigur á útivelli á FH 23. ágúst [SIGUR]2011 KR vann 2-0 sigur á Þór í bikarúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 2-1 sigur á Þór á útivelli 18. ágúst [SIGUR]2010 FH vann 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleik 14. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 tap á útivelli á móti Grindavík 19. ágúst [TAP]
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira