Blikar leggja grasinu: Helmingur Pepsi-deildar karla gæti verið spilaður á gervigrasi næsta sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2018 11:45 Kópavogsvöllur verður gervigraslagður í vetur. vísir/stefán Svo gæti farið að 66 leikir af 132 í Pepsi-deild karla í fótbolta eða helmingurinn fari fram á gervigrasi á næsta ári en það yrði met og sögulegt fyrir deildina sem hefur þó verið að þróast í þá átt undanfarin ár. Þrjú lið spila heimaleiki sína á gervigrasi í Pepsi-deild karla í ár en það eru Stjarnan, Valur og Fylkir. Fylkismenn spiluðu framan af á gervigrasi inn í Egilshöll en það sama gerði Fjölnir á meðan Extra-völlurinn var ekki klár. Fylkir fór svo á nýjan gervigrasvöll sinn í Árbænum en Fjölnir á grasvöllinn í Grafarvoginum. Fjölnir spilaði tvo leiki í Egilshöllinni og fara því í heildina fram 35 leikir á gervigrasi í sumar en þeim gæti fjölgað um tæplega helming á næsta ári.HK-ingar spila innanhúss á gervigrasi.fréttablaðið/anton brinkSkaginn gæti bæst við Fjölnismenn eru í ellefta sæti Pepsi-deildarinnar, þremur stigum á eftir Fylki og Víkingi en fari svo að Fjölnismenn fari niður fækkar grasliðum í deildinni. Víkingar hefja nefnilega framkvæmdir í Víkinni að síðasta leik loknum og mæta til leiks með gervigras í Pepsi-deildina árið 2019 haldi þeir sér uppi. HK og ÍA koma upp úr Inkasso-deildinni. HK spilar á gervigrasi inn í Kórnum en ÍA spilar á grasi. Það er þó alls ekki ólíklegt að Skagamenn fari á gervigras á næstu árum en umræður um það eru hafnar á Skagnaum. „Það er í umræðunni að Norðurálsvöllurinn þróist yfir í að verða gervigrasvöllur. Það hefur ekkert formlegt komið frá félaginu til Akraneskaupstaðar en samtöl hafa átt sér stða. Þetta er umræða sem hefur verið á alvarlegum nótum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi sem situr einnig í stjórn knattspyrnufélagsins ÍA.Víkingar fara á gervigras í haust.vísir/eyþórBlikar fá tvo velli Klárist Pepsi-deildin eins og staðan er núna verða Stjarnan, Valur, Fylkir, Víkingur og HK öll á gervigrasi á næsta ári sem og Breiðablik en búið er að taka ákvörðun í bæjarstjórn Kópavogs um að leggja gervigras á Kópavogsvöll. Framkvæmdir við hann hefjast 1. október. „Við vorum með aðrar tillögur en þetta er niðurstaðan og við unum henni. Við erum sáttir. Við fáum líka nýjan upphitaðan völl í Fagralundi þannig það verða tveir nýir gervigrasvellir í Kópavogi á næsta ári sem er framfaraskref fyrir 1.500 iðkennda deild. Svo má ekki gleyma öllum hinum liðunum í Kópavogi eins og Ými, Stál Úlfi, Augnabliki og fleirum. Þetta er gott fyrir Kópavog,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks. Eina leiðin fyrir grasvelli að vera í meirihluta á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni er að Fjölnir nái að fella Víking eða Fylki en Fjölnismenn mæta Fylki í lokaumferðinni. Það stefnir þó allt í að gervigras sé að taka yfir því KA-menn horfa einnig í gervigras til framtíðar.Blikarnir fagna á gervigrasi næsta sumar.vísir/báraFrost fyrir norðan „Við erum búnir að láta gera nýtt skipulag á KA-svæðinu þarm er að gert ráð fyrir nýjum byggingum, stúku á gervigrasvelli,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957. KA mætir Grindavík í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn en spáð er tíu gráðu frosti aðfaranótt sunnudagsins og að um tveggja gráðu frost verði fyrir norðan þegar að leikurinn fer fram klukkan 14.00. „Það er tilviljun ef að við sjáum lifandi gras hérna í maí. Þetta hefur samt aldrei verið svona slæmt undir lok tímabils. Við höfum ekki enn þá þurft að brjóta klaka fyrir lokaumferðirnar,“ segir Sævar en færa þurfti bikarúrslitaleik í yngri flokkum af Greifavellinum í vikunni vegna veðurs.Staðan í Pepsi-deildinni: Valur (Gervigras) Stjarnan (Gervigras) Breiðablik (Gervigras á næsta ári) KR (Gras) FH (Gras) Grindavík (Gras) KA (Gras) ÍBV (Gras) Fylkir (Gervigras) Víkingur (Gervigras á næsta ári) Fjölnir (Gras) Keflavík (Gras)Koma upp: ÍA (Gras) HK (Gervigras á næsta ári) Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Svo gæti farið að 66 leikir af 132 í Pepsi-deild karla í fótbolta eða helmingurinn fari fram á gervigrasi á næsta ári en það yrði met og sögulegt fyrir deildina sem hefur þó verið að þróast í þá átt undanfarin ár. Þrjú lið spila heimaleiki sína á gervigrasi í Pepsi-deild karla í ár en það eru Stjarnan, Valur og Fylkir. Fylkismenn spiluðu framan af á gervigrasi inn í Egilshöll en það sama gerði Fjölnir á meðan Extra-völlurinn var ekki klár. Fylkir fór svo á nýjan gervigrasvöll sinn í Árbænum en Fjölnir á grasvöllinn í Grafarvoginum. Fjölnir spilaði tvo leiki í Egilshöllinni og fara því í heildina fram 35 leikir á gervigrasi í sumar en þeim gæti fjölgað um tæplega helming á næsta ári.HK-ingar spila innanhúss á gervigrasi.fréttablaðið/anton brinkSkaginn gæti bæst við Fjölnismenn eru í ellefta sæti Pepsi-deildarinnar, þremur stigum á eftir Fylki og Víkingi en fari svo að Fjölnismenn fari niður fækkar grasliðum í deildinni. Víkingar hefja nefnilega framkvæmdir í Víkinni að síðasta leik loknum og mæta til leiks með gervigras í Pepsi-deildina árið 2019 haldi þeir sér uppi. HK og ÍA koma upp úr Inkasso-deildinni. HK spilar á gervigrasi inn í Kórnum en ÍA spilar á grasi. Það er þó alls ekki ólíklegt að Skagamenn fari á gervigras á næstu árum en umræður um það eru hafnar á Skagnaum. „Það er í umræðunni að Norðurálsvöllurinn þróist yfir í að verða gervigrasvöllur. Það hefur ekkert formlegt komið frá félaginu til Akraneskaupstaðar en samtöl hafa átt sér stða. Þetta er umræða sem hefur verið á alvarlegum nótum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi sem situr einnig í stjórn knattspyrnufélagsins ÍA.Víkingar fara á gervigras í haust.vísir/eyþórBlikar fá tvo velli Klárist Pepsi-deildin eins og staðan er núna verða Stjarnan, Valur, Fylkir, Víkingur og HK öll á gervigrasi á næsta ári sem og Breiðablik en búið er að taka ákvörðun í bæjarstjórn Kópavogs um að leggja gervigras á Kópavogsvöll. Framkvæmdir við hann hefjast 1. október. „Við vorum með aðrar tillögur en þetta er niðurstaðan og við unum henni. Við erum sáttir. Við fáum líka nýjan upphitaðan völl í Fagralundi þannig það verða tveir nýir gervigrasvellir í Kópavogi á næsta ári sem er framfaraskref fyrir 1.500 iðkennda deild. Svo má ekki gleyma öllum hinum liðunum í Kópavogi eins og Ými, Stál Úlfi, Augnabliki og fleirum. Þetta er gott fyrir Kópavog,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks. Eina leiðin fyrir grasvelli að vera í meirihluta á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni er að Fjölnir nái að fella Víking eða Fylki en Fjölnismenn mæta Fylki í lokaumferðinni. Það stefnir þó allt í að gervigras sé að taka yfir því KA-menn horfa einnig í gervigras til framtíðar.Blikarnir fagna á gervigrasi næsta sumar.vísir/báraFrost fyrir norðan „Við erum búnir að láta gera nýtt skipulag á KA-svæðinu þarm er að gert ráð fyrir nýjum byggingum, stúku á gervigrasvelli,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957. KA mætir Grindavík í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn en spáð er tíu gráðu frosti aðfaranótt sunnudagsins og að um tveggja gráðu frost verði fyrir norðan þegar að leikurinn fer fram klukkan 14.00. „Það er tilviljun ef að við sjáum lifandi gras hérna í maí. Þetta hefur samt aldrei verið svona slæmt undir lok tímabils. Við höfum ekki enn þá þurft að brjóta klaka fyrir lokaumferðirnar,“ segir Sævar en færa þurfti bikarúrslitaleik í yngri flokkum af Greifavellinum í vikunni vegna veðurs.Staðan í Pepsi-deildinni: Valur (Gervigras) Stjarnan (Gervigras) Breiðablik (Gervigras á næsta ári) KR (Gras) FH (Gras) Grindavík (Gras) KA (Gras) ÍBV (Gras) Fylkir (Gervigras) Víkingur (Gervigras á næsta ári) Fjölnir (Gras) Keflavík (Gras)Koma upp: ÍA (Gras) HK (Gervigras á næsta ári)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira