Katrín Tanja selur miðbæjarslotið Benedikt Bóas skrifar 19. september 2018 08:00 Katrín vill búa nær Annie Mist. vísir/getty CrossFitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sett íbúð sína á Lindargötu 39 á sölu og var opið hús hjá henni í gær. Katrín Tanja setur 69,5 milljónir á íbúðina en hún er á sjöttu hæð með suðursvölum og glæsilegu útsýni yfir miðbæinn. Íbúðin er skráð alls 98 fermetrar, þar af er um átta fermetra sérgeymsla í sameign. Að sjálfsögðu fylgir sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu. Í lýsingunni á fasteignavef Fréttablaðsins kemur fram að í húsinu séu alls 36 íbúðir en á hæðinni þar sem Katrín Tanja hefur hreiðrað um sig séu fjórar íbúðir. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, stofu, borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi og þvottahús.Katrín lét sérsmíða innréttingar hjá GKS trésmiðju og er íbúð hennar loftræst með vélrænu útsogi og innblæstri á upphituðu lofti. Full lofthæð er fyrir Katrínu um það bil 2,7 metrar, nema þar sem eru niðurtekin loft. Katrín Tanja er með rúmar 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram og deilir oft því sem hún borðar enda borða trúlega fáir hollara fæði en hún. Það kemur því ekki á óvart að hún sé með Miele-tæki, bæði spanhelluborð og ofn í vinnuhæð.Katrín keypti íbúðina í janúar í fyrra og birti mynd af sér á Instagram þegar hún kom í fyrsta sinn í íbúðina. Sagði hún við það tilefni að allir hennar nánustu hefðu komið með sér enda gæti hún ekki ákveðið íbúðarkaup svona alein. Hún hefði þó fallið strax fyrir íbúðinni enda einstök kvöldsól á svölunum og útsýni yfir miðborgina.En nú er miðbæjarástinni lokið. Katrín auglýsti íbúðina sína á samfélagsmiðlinum í gær og sagðist vilja búa við hliðina á Annie Mist Þórisdóttur. Hún býr í Kópavogi og fetar Katrín Tanja því í fótspor margra ungra Reykvíkinga. Sem flýja borgina. Hér að neðan má sjá Katrínu Tönju þegar hún keypti íbúðina. View this post on Instagram M O M E N T S Buying my first apartment back in january !! This was the first time I went to look at it .. I had EVERYONE come with me. I needed my best friends there, my mom, my grandpa & my siblings also came. I thought it was such a grownup decision & I was like no way I can decide on my own hehe - BUT when I walked into this one it was suuuuch a beautiful evening & the sunset over Reykjavik .. - Big bonus: no time to go walk downtown & get a cup of coffeeeee hehe me & my grandma always said let's go downtown & show ourselves & see others A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Dec 20, 2017 at 3:55am PST Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Sjá meira
CrossFitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sett íbúð sína á Lindargötu 39 á sölu og var opið hús hjá henni í gær. Katrín Tanja setur 69,5 milljónir á íbúðina en hún er á sjöttu hæð með suðursvölum og glæsilegu útsýni yfir miðbæinn. Íbúðin er skráð alls 98 fermetrar, þar af er um átta fermetra sérgeymsla í sameign. Að sjálfsögðu fylgir sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu. Í lýsingunni á fasteignavef Fréttablaðsins kemur fram að í húsinu séu alls 36 íbúðir en á hæðinni þar sem Katrín Tanja hefur hreiðrað um sig séu fjórar íbúðir. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, stofu, borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi og þvottahús.Katrín lét sérsmíða innréttingar hjá GKS trésmiðju og er íbúð hennar loftræst með vélrænu útsogi og innblæstri á upphituðu lofti. Full lofthæð er fyrir Katrínu um það bil 2,7 metrar, nema þar sem eru niðurtekin loft. Katrín Tanja er með rúmar 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram og deilir oft því sem hún borðar enda borða trúlega fáir hollara fæði en hún. Það kemur því ekki á óvart að hún sé með Miele-tæki, bæði spanhelluborð og ofn í vinnuhæð.Katrín keypti íbúðina í janúar í fyrra og birti mynd af sér á Instagram þegar hún kom í fyrsta sinn í íbúðina. Sagði hún við það tilefni að allir hennar nánustu hefðu komið með sér enda gæti hún ekki ákveðið íbúðarkaup svona alein. Hún hefði þó fallið strax fyrir íbúðinni enda einstök kvöldsól á svölunum og útsýni yfir miðborgina.En nú er miðbæjarástinni lokið. Katrín auglýsti íbúðina sína á samfélagsmiðlinum í gær og sagðist vilja búa við hliðina á Annie Mist Þórisdóttur. Hún býr í Kópavogi og fetar Katrín Tanja því í fótspor margra ungra Reykvíkinga. Sem flýja borgina. Hér að neðan má sjá Katrínu Tönju þegar hún keypti íbúðina. View this post on Instagram M O M E N T S Buying my first apartment back in january !! This was the first time I went to look at it .. I had EVERYONE come with me. I needed my best friends there, my mom, my grandpa & my siblings also came. I thought it was such a grownup decision & I was like no way I can decide on my own hehe - BUT when I walked into this one it was suuuuch a beautiful evening & the sunset over Reykjavik .. - Big bonus: no time to go walk downtown & get a cup of coffeeeee hehe me & my grandma always said let's go downtown & show ourselves & see others A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Dec 20, 2017 at 3:55am PST
Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Sjá meira