Íslenski boltinn

Guðjón semur til þriggja ára

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón eftir undirskriftina.
Guðjón eftir undirskriftina. mynd/twitter-síða Stjörnunnar
Guðjón Baldvinsson hefur framlengt samning við Stjörnuna um þrjú ár en Guðjón var að renna út á samningi hjá Stjörnunni.

Hann gekk í raðir félagsins 2015 og hefur skorað 22 mörk í Pepsi-deildinni síðan þá. Hann hefur verið afar öflugur og oftar en ekki drifið lið Stjörnunnar áfram með krafti sínum og dugnaði.

„Guðjón var sannkallaður hvalreki fyrir félagið þegar hann gekk til liðs við okkur sumarið 2015 en hann hefur verið algjör lykilmaður í þeim árangri sem félagið hefur náð undanfarin ár,” segir á Twitter-síðu Stjörnunnar.

Stjarnan er bikarmeistari eftir að hafa unnið Breiðablik í úrslitaleik Borgunarbikarsins í vítaspyrnukeppni á laugardag en einnig er liðið í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni.

Liðið er fjórum stigum á eftir Val en liðið á leik til góða gegn KA annað kvöld. Eftir það eru svo tveir leikir eftir en Stjarnan reynir að elta ríkjandi Íslandsmeistarana uppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×