Gríðarleg fækkun Íslendinga á Kjammanum í Lundi Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2018 20:30 Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfi nokkru í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu. Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa annað hvort sem námsmenn eða börn námsmanna búið í stúdentaíbúð við götuna Kämnärsvägen í norðausturhluta Lundar. Sú var tíðin að Íslendingar í stúdentaíbúðum hér við Kämnärsvägen í Lundi voru vel á annað hundrað á hverjum tíma. Nú eru Íslendingarnir í kringum tíu talsins og þeim fer enn fækkandi. Frá gömlu Ellefunni svokölluðu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Forgangur barnafjölskyldna afnuminn Jón Þórir Þorvaldsson hefur búið á Kämnärsvägen, eða Kjammanum eins og hverfið hefur kallast meðal Íslendinga á svæðinu, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum frá árinu 2012. Hann útskrifast sem umhverfisverkfræðingur á næstunni og hyggst fjölskyldan því flytja aftur til Íslands. Jón Þórir segir að helsta skýring fækkunar Íslendinga í hverfinu sé að árið 2014 hafi forgangur fyrir barnafjölskyldur verið afnuminn. Þeir sem áttu börn og hugðu á háskólanám í Lundi áttu því ekki eins greiða leið að því að fá stærri námsmannaíbúð líkt og áður var. „Strax árið eftir hættir endurnýjunin sem var alltaf hérna. Einhverjir týndust út og aðrir komu inn. En það varð engin endurnýjun, það bara týndist fólk út,“ segir Jón Þórir. Einn garðanna á Kjammanum.Vísir/Egill Aðalsteinsson Leituðu út með börnin um leið og voraðiJón Þórir segir stemmninguna á Kjammanum hafa verið einstaka og að samfélag Íslendinga hafi verið gott. Yfir mesta vetrartímann hafi umgangurinn verið minni, en um leið og sólin birtist á vorin hafi sést til Íslendingana leita út í garðana með börnin. „Þá hittist maður hérna, grillaði, krakkarnir í öllum görðunum, þeir eru náttúrulega fimm hérna. Svo deildust þeir eitthvað niður. Jú það má náttúrulega kalla þetta Íslendingastemmningu. Hún var góð.“ En skyldi fjölskyldunni líða eins og síðasta bóndanum í dalnum?„Ég er aðeins búinn að hlæja að því að við verðum mögulega síðasti móhíkaninn eins og maður segir stundum.“ Dómkirkjan í Lundi.Vísir/egill aðalsteinsson Aðalbygging Háskólans í Lundi.Vísir/Egill Aðalsteinsson Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfi nokkru í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu. Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa annað hvort sem námsmenn eða börn námsmanna búið í stúdentaíbúð við götuna Kämnärsvägen í norðausturhluta Lundar. Sú var tíðin að Íslendingar í stúdentaíbúðum hér við Kämnärsvägen í Lundi voru vel á annað hundrað á hverjum tíma. Nú eru Íslendingarnir í kringum tíu talsins og þeim fer enn fækkandi. Frá gömlu Ellefunni svokölluðu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Forgangur barnafjölskyldna afnuminn Jón Þórir Þorvaldsson hefur búið á Kämnärsvägen, eða Kjammanum eins og hverfið hefur kallast meðal Íslendinga á svæðinu, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum frá árinu 2012. Hann útskrifast sem umhverfisverkfræðingur á næstunni og hyggst fjölskyldan því flytja aftur til Íslands. Jón Þórir segir að helsta skýring fækkunar Íslendinga í hverfinu sé að árið 2014 hafi forgangur fyrir barnafjölskyldur verið afnuminn. Þeir sem áttu börn og hugðu á háskólanám í Lundi áttu því ekki eins greiða leið að því að fá stærri námsmannaíbúð líkt og áður var. „Strax árið eftir hættir endurnýjunin sem var alltaf hérna. Einhverjir týndust út og aðrir komu inn. En það varð engin endurnýjun, það bara týndist fólk út,“ segir Jón Þórir. Einn garðanna á Kjammanum.Vísir/Egill Aðalsteinsson Leituðu út með börnin um leið og voraðiJón Þórir segir stemmninguna á Kjammanum hafa verið einstaka og að samfélag Íslendinga hafi verið gott. Yfir mesta vetrartímann hafi umgangurinn verið minni, en um leið og sólin birtist á vorin hafi sést til Íslendingana leita út í garðana með börnin. „Þá hittist maður hérna, grillaði, krakkarnir í öllum görðunum, þeir eru náttúrulega fimm hérna. Svo deildust þeir eitthvað niður. Jú það má náttúrulega kalla þetta Íslendingastemmningu. Hún var góð.“ En skyldi fjölskyldunni líða eins og síðasta bóndanum í dalnum?„Ég er aðeins búinn að hlæja að því að við verðum mögulega síðasti móhíkaninn eins og maður segir stundum.“ Dómkirkjan í Lundi.Vísir/egill aðalsteinsson Aðalbygging Háskólans í Lundi.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira