Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2018 20:45 Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin færi úr 950 metrum upp í 2.200 metra. Grafík/Kalaalit Airports. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ekki er nema vika liðin frá því Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flaug til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefni Grænlendinga.Eftir undirritun flugvallasamningsins í Nuuk í síðustu viku. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, mynduðu sig með einum mótmælenda samningsins.Mynd/TV-2, Danmörku.Danskur sérfræðingur um varnarmál segir þessa gjafmildi Dana í raun snúast um að halda Kínverjum frá því að ná ítökum á Grænlandi en grænlenskir ráðamenn höfðu í fyrra fundað með valdhöfum í Kína um þann möguleika að Kínverjar kæmu að innviðauppbyggingu. Í framhaldinu var kínverskum verktaka boðið að taka þátt í forvali vegna flugvallagerðar. Núna hefur þetta valdatafl stórveldanna á norðurslóðum opinberast betur því bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn lýsa yfir vilja sínum til að koma að flugvallagerð á Grænlandi, og taka fram að það gildi bæði um flugvelli fyrir hernaðar- og borgaralegt flug. Í yfirlýsingunni kemur fram að tilgangurinn með slíkri fjárfestingu yrði að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafssvæðinu og koma í veg fyrir að spenna aukist þar. Yfirlýsing varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að varnarmálaráðherra Danmerkur hafi fyrr á árinu staðfest að bandarísk stjórnvöld hafi komið á framfæri áhyggjum yfir því ef kínverskur verktaki yrði fenginn til verksins. Bandaríski flugherinn starfrækir enn Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, sem byggð var upp á tímum kalda stríðsins, en þar er lengsta flugbraut landsins, 3.000 metra löng. Á árum seinni heimstyrjaldar byggðu Bandaríkjamenn einnig upp þá flugvelli Grænlands sem næstir koma í röðinni, í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, með 2.800 metra braut, og Narsarsuaq, með 1.800 metra braut. Enginn þessara flugvalla er nálægt grænlenskum þéttbýlisstöðum.Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur. Þaðan eru farþegar fluttir áfram með minni flugvélum og þyrlum til helstu byggða Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvallaáform Grænlendinga miða við að bæirnir Nuuk og Ilulissat fái 2.200 metra flugbraut hvor og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fái 1.500 metra braut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ekki er nema vika liðin frá því Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flaug til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefni Grænlendinga.Eftir undirritun flugvallasamningsins í Nuuk í síðustu viku. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, mynduðu sig með einum mótmælenda samningsins.Mynd/TV-2, Danmörku.Danskur sérfræðingur um varnarmál segir þessa gjafmildi Dana í raun snúast um að halda Kínverjum frá því að ná ítökum á Grænlandi en grænlenskir ráðamenn höfðu í fyrra fundað með valdhöfum í Kína um þann möguleika að Kínverjar kæmu að innviðauppbyggingu. Í framhaldinu var kínverskum verktaka boðið að taka þátt í forvali vegna flugvallagerðar. Núna hefur þetta valdatafl stórveldanna á norðurslóðum opinberast betur því bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn lýsa yfir vilja sínum til að koma að flugvallagerð á Grænlandi, og taka fram að það gildi bæði um flugvelli fyrir hernaðar- og borgaralegt flug. Í yfirlýsingunni kemur fram að tilgangurinn með slíkri fjárfestingu yrði að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafssvæðinu og koma í veg fyrir að spenna aukist þar. Yfirlýsing varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að varnarmálaráðherra Danmerkur hafi fyrr á árinu staðfest að bandarísk stjórnvöld hafi komið á framfæri áhyggjum yfir því ef kínverskur verktaki yrði fenginn til verksins. Bandaríski flugherinn starfrækir enn Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, sem byggð var upp á tímum kalda stríðsins, en þar er lengsta flugbraut landsins, 3.000 metra löng. Á árum seinni heimstyrjaldar byggðu Bandaríkjamenn einnig upp þá flugvelli Grænlands sem næstir koma í röðinni, í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, með 2.800 metra braut, og Narsarsuaq, með 1.800 metra braut. Enginn þessara flugvalla er nálægt grænlenskum þéttbýlisstöðum.Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur. Þaðan eru farþegar fluttir áfram með minni flugvélum og þyrlum til helstu byggða Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvallaáform Grænlendinga miða við að bæirnir Nuuk og Ilulissat fái 2.200 metra flugbraut hvor og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fái 1.500 metra braut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15