Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 15:21 Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. vísir/gva Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis sé fordæmisgefandi í málum annarra sérfræðilækna. Þá telur hann farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum. Ráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. Vísir greindi frá því í dag að héraðsdómur hefði fellt úr gildiákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Gott að fá staðfestingu á afstöðu SÍ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, var búinn að fara yfir dóminn þegar fréttastofa náði af honum tali síðdegis í dag. Aðspurður um hvað blasi nú við í málum SÍ og sérfræðilækna segir hann að farsælast væri að áfrýja ekki dómnum. „Það er í rauninni bara gott að fá afstöðu Sjúkratrygginga staðfesta. Spurningin er hvað ráðherra gerir í framhaldinu, mín skoðun er sú að það væri farsælast fyrir alla aðila að virða þennan dóm og áfrýja ekki. En það er auðvitað ráðherrans að taka af skarið með það.“Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/ErnirRÚV greindi frá því í október í fyrra að átta sérfræðilæknar hygðust stefna ríkinu vegna synjunar á umsókn að rammasamningi SÍ. Alma er ein þessara lækna og reiknar Steingrímur með að dómur í hennar máli hafi fordæmisgildi. „Þannig að það er nær alveg óvírætt að þessi úrskurður hefur fordæmisgildi fyrir hina sjö. Og svo er í rauninni sjálfgefið að hann hefur líka fordæmisgildi fyrir þá sem hafa sótt um aðild að samningnum síðan,“ segir Steingrímur. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan 1. janúar 2016.Ráðherra tjáir sig ekki að svo stöddu Inntur eftir því hvort Alma komist á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands segir Steingrímur aftur að það velti á ákvörðun heilbrigðisráðherra. „Niðurstaða héraðsdóms er að fella synjunina úr gildi. Það þýðir að það þyrfti að taka umsóknina aftur til afgreiðslu. Það verður auðvitað ekki gert fyrr en ráðherra hefur tjáð sig.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun. Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis sé fordæmisgefandi í málum annarra sérfræðilækna. Þá telur hann farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum. Ráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. Vísir greindi frá því í dag að héraðsdómur hefði fellt úr gildiákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Gott að fá staðfestingu á afstöðu SÍ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, var búinn að fara yfir dóminn þegar fréttastofa náði af honum tali síðdegis í dag. Aðspurður um hvað blasi nú við í málum SÍ og sérfræðilækna segir hann að farsælast væri að áfrýja ekki dómnum. „Það er í rauninni bara gott að fá afstöðu Sjúkratrygginga staðfesta. Spurningin er hvað ráðherra gerir í framhaldinu, mín skoðun er sú að það væri farsælast fyrir alla aðila að virða þennan dóm og áfrýja ekki. En það er auðvitað ráðherrans að taka af skarið með það.“Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/ErnirRÚV greindi frá því í október í fyrra að átta sérfræðilæknar hygðust stefna ríkinu vegna synjunar á umsókn að rammasamningi SÍ. Alma er ein þessara lækna og reiknar Steingrímur með að dómur í hennar máli hafi fordæmisgildi. „Þannig að það er nær alveg óvírætt að þessi úrskurður hefur fordæmisgildi fyrir hina sjö. Og svo er í rauninni sjálfgefið að hann hefur líka fordæmisgildi fyrir þá sem hafa sótt um aðild að samningnum síðan,“ segir Steingrímur. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan 1. janúar 2016.Ráðherra tjáir sig ekki að svo stöddu Inntur eftir því hvort Alma komist á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands segir Steingrímur aftur að það velti á ákvörðun heilbrigðisráðherra. „Niðurstaða héraðsdóms er að fella synjunina úr gildi. Það þýðir að það þyrfti að taka umsóknina aftur til afgreiðslu. Það verður auðvitað ekki gert fyrr en ráðherra hefur tjáð sig.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun. Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45