Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 12:13 Beiðni Ölmu um aðild að rammasamningi SÍ og sérfræðilækna var hafnað í september í fyrra. Fréttablaðið/valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að þann 14. júlí 2017 sendi Alma, sem lauk sérfræðinámi í háls-, nef- og eyrnalækningum vorið 2014, umsókn til Sjúkratrygginga Íslands um aðild að rammasamningnum. Beiðninni var hafnað þann 8. september sama ár. Málið var höfðað 13. nóvember 2017 og dómtekið 4. september 2018. Alma krafðist þess að ákvörðun SÍ yrði felld úr gildi og jafnframt að henni yrði greiddur málskostnaður.Sjá einnig: Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi farið fram fullnægjandi mat á umsókn Ölmu með tilliti til þeirra fjölmörgu faglegu þátta sem skiptu máli við úrlausn á umsókninni. Með þessu hafi verið brotið gegn lögmætisreglunni og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda. Af þessu leiðir að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands hafi verið haldin verulegum annmörkum og því verði hún felld úr gildi. Eins og áður segir er stefnda, íslenska ríkinu, gert að greiða Ölmu 1.800.000 krónur í málskostnað.Dómurinn hafi mikla þýðingu Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hafði heyrt af niðurstöðunni í héraðsdómi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann hafði þó ekki náð að kynna sér dóminn en það væri næsta mál á dagskrá. Dómurinn hefði mikla þýðingu varðandi þær deilur sem sérlæknar utan samnings við Sjúkratryggingar hafa átt við heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. „Ég myndi halda það,“ segir Steingrímur. Varðandi það hvort Alma Gunnarsdóttir kæmist strax aftur á samning hjá Sjúkratryggingum í ljósi dómsins segir Steingrímur: „Ráðherra þarf að taka ákvörðun um hvort hann áfrýi málinu. Þetta stendur aðallega upp á ráðherra.“ Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að þann 14. júlí 2017 sendi Alma, sem lauk sérfræðinámi í háls-, nef- og eyrnalækningum vorið 2014, umsókn til Sjúkratrygginga Íslands um aðild að rammasamningnum. Beiðninni var hafnað þann 8. september sama ár. Málið var höfðað 13. nóvember 2017 og dómtekið 4. september 2018. Alma krafðist þess að ákvörðun SÍ yrði felld úr gildi og jafnframt að henni yrði greiddur málskostnaður.Sjá einnig: Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi farið fram fullnægjandi mat á umsókn Ölmu með tilliti til þeirra fjölmörgu faglegu þátta sem skiptu máli við úrlausn á umsókninni. Með þessu hafi verið brotið gegn lögmætisreglunni og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda. Af þessu leiðir að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands hafi verið haldin verulegum annmörkum og því verði hún felld úr gildi. Eins og áður segir er stefnda, íslenska ríkinu, gert að greiða Ölmu 1.800.000 krónur í málskostnað.Dómurinn hafi mikla þýðingu Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hafði heyrt af niðurstöðunni í héraðsdómi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann hafði þó ekki náð að kynna sér dóminn en það væri næsta mál á dagskrá. Dómurinn hefði mikla þýðingu varðandi þær deilur sem sérlæknar utan samnings við Sjúkratryggingar hafa átt við heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. „Ég myndi halda það,“ segir Steingrímur. Varðandi það hvort Alma Gunnarsdóttir kæmist strax aftur á samning hjá Sjúkratryggingum í ljósi dómsins segir Steingrímur: „Ráðherra þarf að taka ákvörðun um hvort hann áfrýi málinu. Þetta stendur aðallega upp á ráðherra.“ Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22