Sport

Birnirnir rifu Sjóhaukana í sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khalil Mack er að breyta Bears-vörninni. Hann er hér á eftir Russell Wilson í leiknum í nótt.
Khalil Mack er að breyta Bears-vörninni. Hann er hér á eftir Russell Wilson í leiknum í nótt. vísir/getty
Önnur umferðin í NFL-deildinni kláraðist á Soldier Field í nótt þar sem Chicago Bears vann sannfærandi sigur, 24-17, á Seattle Seahawks.

Vörn Bears er kominn í annan styrkleika eftir að liðið fékk Khalil Mack og annan leikinn í röð sýndi vörnin tennurnar. Hún hreinlega tætti Sjóhaukana í sig. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, var felldur sex sinnum, vörnin stal einum bolta og skoraði eitt snertimark. Það var meira en gestirnir réðu við.

Wilson skilaði þokkalegum tölum er hann kláraði 22 sendingar fyrir 226 jördum, tveimur snertimörkum og einum töpuðum bolta. Snertimörkin komu í fjórða leikhluta.

Mitch Trubisky, leikstjórnandi Chicago, kláraði 25 sendingar fyrir 200 jördum, tveimur snertimörkum og tveimur töpuðum boltum. Honum gekk vel að finna nýja útherjann, Allen Robinson, en alls greip Robinson tíu bolta í leiknum.

Chicago er því komið á sigurbraut í NFL-deildinni en Seattle er búið að tapa báðum sínum leikjum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×