Hirðuleysi og sóðaskapur með tilheyrandi hættu að Miðhrauni 4
Gríðarlegt tjón varð í brunanum og sendu tvö tryggingafélög frá sér afkomuviðvörun vegna greiðslu bóta eftir brunann.
Margir leigutakar hjá Geymslum töpuðu nær öllu sínu en aðeins lítill hluti hússins stendur eftir.
Frá því hreinsun á svæðinu lauk og búið var að rífa hluta þess til þess að tryggja öryggi hefur nær ekkert verið gert og engin merki um uppbyggingu.
Hirðuleysi er með svæðinu með tilheyrandi sóðaskap og hættu og er það sem eftir stendur af húsinu öllum opið. Eftirlit virðist lítið sem ekkert.
Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Tengdar fréttir
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni
Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna.
Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu
Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi.
Margir í áfalli eftir stórbruna
Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli.
Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu
Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær.