Telur kerfið fyrir börn í fíkni- og geðvanda hafa versnað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2018 20:15 Móðir drengs sem var með fíkni- og geðvanda er ein af fjölmörgum foreldrum sem upplifa úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu þegar reynt er að finna heildræna meðferð fyrir börnin þeirra. Frá því að hún missti son sinn telur hún kerfið eingöngu hafa versnað. Hún ætlar ásamt hópi fagfólks að koma á fót meðferðarúrræði. Sigurþóra Bergsdóttir missti drenginn sinn eftir að hann tók eigið líf aðeins nítján ára gamall. Í kjölfarið var stofnaður minningarsjóður með það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Á morgun hefði sonur hennar orðið 22 ára og annað kvöld verða stofnuð samtök áhuga- og fagfólks um meðferðarsetur fyrir ungt fólk að frumkvæði Sigurþóru. Samtökin stefna á að koma á fót heildstæðu móttöku-, meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Útgangspunkturinn er fyrst og fremst að búa til vettvang og ná saman fólki úr öllum áttum sem er að vinna í þessum málum, hefur áhuga á því að vinna að úrbótum og vill koma með okkur í að vinna flott úrræði fyrir ungt fólk,“ segir hún.Sigurþóra Bergsdþóttir missti son sinn Berg Snæ þegar hann var aðeins nítján ára gamall.Vísir/Stöð 2Úrræðin ekki samnýtt Hún segir ýmsa vankanta á núverandi kerfi. Sonur hennar ánetjaðist fíkniefnum en var líka haldinn áfallastreituröskun og erfitt var að finna úrræði til að takast á við þetta samhliða. Áfallastreitan var grunnur veikinda hans en geðdeild gat ekki unnið með honum nema hann hætti að neyta kannabis. „Sveitarfélögin eru með félagsþjónustuna, ríkið með heilbrigðisþjónustuna, svo eru sjálfstæð félagasamtök sem sjá um fíkniaðstoðina. Það eru allir einhvern veginn að gera sitt og ekki mikið verið að samnýta þessi úrræði,“ segir hún. Sigurþóra segist hafa fengið nóg einn af daginn af öllum þeim fréttum sem berast af ungu fólki sem deyr, dettur út eða finnur ekki meðferðarúrræði. „Ég sjálf missti drenginn minn fyrir tveimur og hálfu ári síðan eftir að við vorum búin að leita leiða til að hjálpa honum innan allra kerfanna. Fengum fullt af alls konar aðstoð og komumst inn í alls konar úrræði en það var aldrei neitt sem passaði. Ég upplifi bara að það hafi ekkert breyst og ástandið hafi frekar versnað en hitt,” segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Móðir drengs sem var með fíkni- og geðvanda er ein af fjölmörgum foreldrum sem upplifa úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu þegar reynt er að finna heildræna meðferð fyrir börnin þeirra. Frá því að hún missti son sinn telur hún kerfið eingöngu hafa versnað. Hún ætlar ásamt hópi fagfólks að koma á fót meðferðarúrræði. Sigurþóra Bergsdóttir missti drenginn sinn eftir að hann tók eigið líf aðeins nítján ára gamall. Í kjölfarið var stofnaður minningarsjóður með það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Á morgun hefði sonur hennar orðið 22 ára og annað kvöld verða stofnuð samtök áhuga- og fagfólks um meðferðarsetur fyrir ungt fólk að frumkvæði Sigurþóru. Samtökin stefna á að koma á fót heildstæðu móttöku-, meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Útgangspunkturinn er fyrst og fremst að búa til vettvang og ná saman fólki úr öllum áttum sem er að vinna í þessum málum, hefur áhuga á því að vinna að úrbótum og vill koma með okkur í að vinna flott úrræði fyrir ungt fólk,“ segir hún.Sigurþóra Bergsdþóttir missti son sinn Berg Snæ þegar hann var aðeins nítján ára gamall.Vísir/Stöð 2Úrræðin ekki samnýtt Hún segir ýmsa vankanta á núverandi kerfi. Sonur hennar ánetjaðist fíkniefnum en var líka haldinn áfallastreituröskun og erfitt var að finna úrræði til að takast á við þetta samhliða. Áfallastreitan var grunnur veikinda hans en geðdeild gat ekki unnið með honum nema hann hætti að neyta kannabis. „Sveitarfélögin eru með félagsþjónustuna, ríkið með heilbrigðisþjónustuna, svo eru sjálfstæð félagasamtök sem sjá um fíkniaðstoðina. Það eru allir einhvern veginn að gera sitt og ekki mikið verið að samnýta þessi úrræði,“ segir hún. Sigurþóra segist hafa fengið nóg einn af daginn af öllum þeim fréttum sem berast af ungu fólki sem deyr, dettur út eða finnur ekki meðferðarúrræði. „Ég sjálf missti drenginn minn fyrir tveimur og hálfu ári síðan eftir að við vorum búin að leita leiða til að hjálpa honum innan allra kerfanna. Fengum fullt af alls konar aðstoð og komumst inn í alls konar úrræði en það var aldrei neitt sem passaði. Ég upplifi bara að það hafi ekkert breyst og ástandið hafi frekar versnað en hitt,” segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira