WOW hafnar frétt um skuld við Isavia Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2018 19:22 Samkvæmt frétt Morgunblaðsins skuldar félagið Isavia milljarða í lendingargjöld. Félagið hafnar því. Vísir/Vilhelm Forstjóri Wow air fullyrðir að frétt Morgunblaðsins um að félagið skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sé röng. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að það hafi aldrei skuldað þá upphæð. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Wow air skuldi Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Þannig á Wow air ekki að hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt árshlutareikningin Isavia sem var birtur nú á dögunum hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir frá áramótum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sakaði fjölmiðla um að „keppast við að tortryggja Wow air“ í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að frétt Morgunblaðsins væri röng. „Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ skrifar Skúli. Þess ber þó að geta að í frétt Morgunblaðsins var ekki fullyrt að skuldin væri yfir tveimur milljörðum eins og Skúli skrifar heldur að hún væri „um“ tveir milljarðar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að fyrirtækið hafi „aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna“. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort Wow air skuldaði eða hefði skuldað Isavia og vísaði eins og Skúli til þess að félagið tjái sig ekki um innihald eða stöðu einstakra samninga við samstarfsaðila sína.Vísar kvörtunum forstjóra Icelandair á bug Skúli gagnrýnir einnig viðbrögð starfandi forstjóra Icelandair við frétt Morgunblaðsins. Í viðtali við Mbl.is sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, illskiljanlegt að ríkisfyrirtækið Isavia tæki þátt í að fjármagna taprekstur Wow air og skekkja samkeppni á markaðinum. „Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins,“ skrifar Skúli. Fullyrðir hann að afkoma Wow air á þriðja ársfjórðungi verði góð og útlit sé fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. Segist hann hlakka til að ljúka skuldabréfaútboði fyrirtækisins á þriðjudag og fá frið til að byggja fyrirtækið upp. WOW Air Tengdar fréttir Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00 Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54 WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Forstjóri Wow air fullyrðir að frétt Morgunblaðsins um að félagið skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sé röng. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að það hafi aldrei skuldað þá upphæð. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Wow air skuldi Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Þannig á Wow air ekki að hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt árshlutareikningin Isavia sem var birtur nú á dögunum hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir frá áramótum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sakaði fjölmiðla um að „keppast við að tortryggja Wow air“ í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að frétt Morgunblaðsins væri röng. „Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ skrifar Skúli. Þess ber þó að geta að í frétt Morgunblaðsins var ekki fullyrt að skuldin væri yfir tveimur milljörðum eins og Skúli skrifar heldur að hún væri „um“ tveir milljarðar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að fyrirtækið hafi „aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna“. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort Wow air skuldaði eða hefði skuldað Isavia og vísaði eins og Skúli til þess að félagið tjái sig ekki um innihald eða stöðu einstakra samninga við samstarfsaðila sína.Vísar kvörtunum forstjóra Icelandair á bug Skúli gagnrýnir einnig viðbrögð starfandi forstjóra Icelandair við frétt Morgunblaðsins. Í viðtali við Mbl.is sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, illskiljanlegt að ríkisfyrirtækið Isavia tæki þátt í að fjármagna taprekstur Wow air og skekkja samkeppni á markaðinum. „Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins,“ skrifar Skúli. Fullyrðir hann að afkoma Wow air á þriðja ársfjórðungi verði góð og útlit sé fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. Segist hann hlakka til að ljúka skuldabréfaútboði fyrirtækisins á þriðjudag og fá frið til að byggja fyrirtækið upp.
WOW Air Tengdar fréttir Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00 Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54 WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00
Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54
WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18
WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30