Arnór Ingvi Traustason hóf leik á varamannabekknum þegar Malmö heimsótti Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Arnór Ingvi horfði á liðsfélaga sína lenda tveimur mörkum undir á fyrstu fimmtán mínútunum en sá þá jafnframt jafna metin fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik 2-2.
Endurkoma Malmö var svo fullkomnuð á 57.mínútu þegar Sören Rieks kom Malmö í 2-3. Strax í kjölfarið var Arnóri Ingva skipt inná en fleiri urðu mörkin ekki.
Lokatölur 2-3 fyrir Malmö sem er í 3.sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði AIK.
