Getur of stutt fæðingarorlof haft slæm áhrif á heilsu ungbarna? Guðlaug Katrín Hákonardóttir skrifar 14. september 2018 12:58 Í dag er fæðingarorlofið 9 mánuðir. 3 mánuðir á hvort foreldri ásamt 3 mánuðum sem foreldrar geta skipt á milli sín. Samfélagið ætlast til þess að ungabörn séu sett í umsjá ókunnugra aðila aðeins 9 mánaða gömul sem ég tel of ungt. Í fyrsta lagi ráðleggur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) að ungabörn fái enga aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og brjóstamjólk ásamt fastri fæðu mun lengur sé sá möguleiki fyrir hendi. Núna geta mæður aðeins verið í fullu fæðingarorlofi í 6 mánuði og er því ljóst að ungabörnin verða að byrja að fá fasta fæðu eða formúlu áður en 6 mánuðir eru liðnir ætli móðirin til vinnu að loknu fullu fæðingarorlofi. Sýnt hefur verið fram á ótvíræða kosti brjóstamjólkur s.s. að barn fær síður hægðatregðu, eyrnabólgu og niðurgang. Núverandi fyrirkomulag fæðingarorlofsins kemur að hluta til í veg fyrir að hægt sé að fara eftir ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem að mínu mati er alvarlegt mál þegar svo ung börn eiga í hlut. Í öðru lagi eru börn undir eins árs aldri mjög útsett fyrir kvefveirum (t.d. RS vírus) og öðrum veikindum vegna óþroskaðs ónæmiskerfis Algengt er að ungabörn verði oftar lasin þegar þau fara til dagforeldra og smitast þá oft öll börnin sem eru saman í vistun. Þetta hefur oft í för með sér mikið vinnutap fyrir foreldrana. Í þriðja lagi kostar oft mikla vinnu og stress að finna dagforeldri sem passa á barnið að fæðingarorlofi loknu. Ekki er nóg að til sé laust pláss hjá dagforeldrum heldur þurfa foreldrar að vera 100% sáttir við aðstæður, reglur og aðferðir hjá dagforeldrum. Dagforeldrar sjá sjálfir um að velja hvaða börn þeir taka inn sem gerir það að verkum að í mörgum tilfellum er ekki farið eftir neinni formlegri röðun eins og kennitölur segja til um í hvaða röð börn eru tekin inn á leikskóla. Einnig er gríðalega mikill verðmunur á milli dagforeldra og finnst mér mjög undarlegt að ekki sé samræmd verðskrá sem stuðst er við. Það eru því margir gallar á núverandi dagforeldrakerfi og besta lausnin er án efa sú að börnum væri tryggð leikskólavist að loknu fæðingarorlofi en til þess þarf mun lengra fæðingarorlof. Vissulega er hægt að skipta fæðingarorlofinu niður á fleiri mánuði en lækkar það umtalsvert mánaðargreiðslur. Sem dæmi að ef sá sem fær fullar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þ.e. 520 þús/mán skiptir þeim niður á 9 mánuði þá er útborguð upphæð aðeins um 260 þús/mán. Algengt er að ungt fólk á barneignaraldri sé með háa greiðslubyrgði af húsnæðis- og námslánum þannig að í mögum tilfellum getur reynst fjárhagslega erfitt að lengja fæðingarorlofið með þessum hætti. Það er augljóst að brýn nauðsyn er að lengja fæðingarorlofið strax þannig að foreldrum verði gert kleift að vera heima með börn sín í minnsta kosti ár frá fæðingu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að brúa bilið á milli dagforeldra og leikskóla heldur mun þetta einnig stuðla að bættri heilsu barnanna okkar. Gerum það sem er börnunum okkar fyrir bestu!Höfundur er móðir í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag er fæðingarorlofið 9 mánuðir. 3 mánuðir á hvort foreldri ásamt 3 mánuðum sem foreldrar geta skipt á milli sín. Samfélagið ætlast til þess að ungabörn séu sett í umsjá ókunnugra aðila aðeins 9 mánaða gömul sem ég tel of ungt. Í fyrsta lagi ráðleggur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) að ungabörn fái enga aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og brjóstamjólk ásamt fastri fæðu mun lengur sé sá möguleiki fyrir hendi. Núna geta mæður aðeins verið í fullu fæðingarorlofi í 6 mánuði og er því ljóst að ungabörnin verða að byrja að fá fasta fæðu eða formúlu áður en 6 mánuðir eru liðnir ætli móðirin til vinnu að loknu fullu fæðingarorlofi. Sýnt hefur verið fram á ótvíræða kosti brjóstamjólkur s.s. að barn fær síður hægðatregðu, eyrnabólgu og niðurgang. Núverandi fyrirkomulag fæðingarorlofsins kemur að hluta til í veg fyrir að hægt sé að fara eftir ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem að mínu mati er alvarlegt mál þegar svo ung börn eiga í hlut. Í öðru lagi eru börn undir eins árs aldri mjög útsett fyrir kvefveirum (t.d. RS vírus) og öðrum veikindum vegna óþroskaðs ónæmiskerfis Algengt er að ungabörn verði oftar lasin þegar þau fara til dagforeldra og smitast þá oft öll börnin sem eru saman í vistun. Þetta hefur oft í för með sér mikið vinnutap fyrir foreldrana. Í þriðja lagi kostar oft mikla vinnu og stress að finna dagforeldri sem passa á barnið að fæðingarorlofi loknu. Ekki er nóg að til sé laust pláss hjá dagforeldrum heldur þurfa foreldrar að vera 100% sáttir við aðstæður, reglur og aðferðir hjá dagforeldrum. Dagforeldrar sjá sjálfir um að velja hvaða börn þeir taka inn sem gerir það að verkum að í mörgum tilfellum er ekki farið eftir neinni formlegri röðun eins og kennitölur segja til um í hvaða röð börn eru tekin inn á leikskóla. Einnig er gríðalega mikill verðmunur á milli dagforeldra og finnst mér mjög undarlegt að ekki sé samræmd verðskrá sem stuðst er við. Það eru því margir gallar á núverandi dagforeldrakerfi og besta lausnin er án efa sú að börnum væri tryggð leikskólavist að loknu fæðingarorlofi en til þess þarf mun lengra fæðingarorlof. Vissulega er hægt að skipta fæðingarorlofinu niður á fleiri mánuði en lækkar það umtalsvert mánaðargreiðslur. Sem dæmi að ef sá sem fær fullar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þ.e. 520 þús/mán skiptir þeim niður á 9 mánuði þá er útborguð upphæð aðeins um 260 þús/mán. Algengt er að ungt fólk á barneignaraldri sé með háa greiðslubyrgði af húsnæðis- og námslánum þannig að í mögum tilfellum getur reynst fjárhagslega erfitt að lengja fæðingarorlofið með þessum hætti. Það er augljóst að brýn nauðsyn er að lengja fæðingarorlofið strax þannig að foreldrum verði gert kleift að vera heima með börn sín í minnsta kosti ár frá fæðingu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að brúa bilið á milli dagforeldra og leikskóla heldur mun þetta einnig stuðla að bættri heilsu barnanna okkar. Gerum það sem er börnunum okkar fyrir bestu!Höfundur er móðir í fæðingarorlofi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar