Sport

Á leið í fangelsi en fékk eins árs samning í NFL-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kendricks þjarmar hér að Tom Brady í Super Bowl í febrúar.
Kendricks þjarmar hér að Tom Brady í Super Bowl í febrúar. vísir/getty
Lífið í NFL-deildinni er oft á tíðum æði sérstakt eins og sést líklega best á því að maður sem er á leið í steininn var að skrifa undir samning við sterkt lið í deildinni.

Varnarmaðurinn Mychal Kendricks var rekinn frá Cleveland Browns í lok mánaðarins er hann játaði að hafa tekið þátt í innherjasvikum.

Hann á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm en dómsuppkvaðning er aftur á móti ekki fyrr en 24. janúar. Í millitíðinni er honum frjálst að spila amerískan fótbolta.

Það ætlar Seattle Seahawks að nýta sér og félagið er því búið að semja við hann til eins árs. Hann mun líklega ekki vera í aðstöðu til þess að spila næsta vetur.

Kendricks varð NFL-meistari með Philadelphia Eagles á síðustu leiktíð en var svo sendur yfir til Cleveland. Stoppið þar var stutt en hann fær að spila bolta í Seattle áður en hann fer í steininn.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×