Óánægja með ýtni Edge Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2018 08:00 Surface-tölva frá Microsoft, líklega með innbyggðan Edge-vafra. Mynd/Microsoft Allt frá útgáfu Windows 10 hefur bandaríski tæknirisinn Microsoft hvatt neytendur til þess að prófa nýja vafrann sinn, Microsoft Edge. Vafrinn var gefinn út eftir að fyrri vafri fyrirtækisins, Internet Explorer, missti nærri alla markaðshlutdeild. Fyrst að hluta til Mozilla Firefox og svo að nær öllu leyti til Google Chrome, ráðandi vafra á markaði í dag. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjám og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Tækniáhugamönnum hefur þótt þessi mikla hvatning eiga meira skylt við þrýsting eða einfaldlega ýtni. Tæknisíðan Thurrott greindi svo frá því í gær að nú sé Microsoft einfaldlega farið að vara við notkun annarra vafra. Þegar blaðamaður Thurrott reyndi að hlaða niður Google Chrome spratt gluggi upp sem í stóð: „Þú ert nú þegar með Microsoft Edge, hraðari og öruggari vafra fyrir Windows 10.“ Blaðamanninum var þá boðið upp á annaðhvort að opna Edge eða að hlaða niður Chrome sem og upp á að „sleppa frekari viðvörunum í framtíðinni“. „Chrome er ekki vírus. Það er engin gild ástæða fyrir því að Microsoft VARI mig við því að hlaða Chrome niður. Og þessi notkun orðanna „að vara við“ kemur frá Microsoft en ekki mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Allt frá útgáfu Windows 10 hefur bandaríski tæknirisinn Microsoft hvatt neytendur til þess að prófa nýja vafrann sinn, Microsoft Edge. Vafrinn var gefinn út eftir að fyrri vafri fyrirtækisins, Internet Explorer, missti nærri alla markaðshlutdeild. Fyrst að hluta til Mozilla Firefox og svo að nær öllu leyti til Google Chrome, ráðandi vafra á markaði í dag. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjám og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Tækniáhugamönnum hefur þótt þessi mikla hvatning eiga meira skylt við þrýsting eða einfaldlega ýtni. Tæknisíðan Thurrott greindi svo frá því í gær að nú sé Microsoft einfaldlega farið að vara við notkun annarra vafra. Þegar blaðamaður Thurrott reyndi að hlaða niður Google Chrome spratt gluggi upp sem í stóð: „Þú ert nú þegar með Microsoft Edge, hraðari og öruggari vafra fyrir Windows 10.“ Blaðamanninum var þá boðið upp á annaðhvort að opna Edge eða að hlaða niður Chrome sem og upp á að „sleppa frekari viðvörunum í framtíðinni“. „Chrome er ekki vírus. Það er engin gild ástæða fyrir því að Microsoft VARI mig við því að hlaða Chrome niður. Og þessi notkun orðanna „að vara við“ kemur frá Microsoft en ekki mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira