Þið munið hann Rambó? Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. september 2018 07:00 Við Donald Trump erum með sama íslenska geðlækninn og mikið varð ég glaður þegar hann lýsti Trump nýlega heilan á geði. Þar sem heimska flokkast ekki sem geðsjúkdómur er nefnilega næsta víst að þarna hefur Óttar Guðmundsson rétt fyrir sér. Ólíkt geðsjúkdómum er því miður ekki hægt að meðhöndla heimskuna og staðreyndablindur sértrúarsöfnuðurinn sem fylgir Trump í geggjaðri afneitun bendir einnig til þess að heimskan sé bráðsmitandi. Geðveiki er það ekki. Trump-hjörðin upphefur hann stundum með því að líkja honum við Ronald Reagan! Þótt margt misfagurt megi segja um Reagan má halda því fram að hann hafi staðið vörð um eitthvað sem kalla má „amerísk gildi“. Stallone-myndirnar um Rambó eru frábær vitnisburður um hversu skelfilega Repúblikanaflokkurinn og fjöldi Bandaríkjamanna hefur látið Trump afvegaleiða sig. Reagan hafði Rambó í miklum hávegum. Var meira að segja kallaður „Ronbo“ enda tengdi hann kempuna stundum við utanríkisstefnu sína. Rambó var helmassað lukkutröll Reagans og gamla góða flokksins en stendur í raun fyrir allt sem Trump hatar. Sovétmenn (nú Rússar) voru erkifjendur Reagans og Rambós. Allt daður Trumps við Pútín væri auðvitað eitur í beinum þessara kaldastríðshauka. Rambó barðist í Víetnam, var handsamaður og pyntaður (svona eins og John McCain). Trump, sem kom sér undan herskyldu, fyrirlítur svona ekta „ammrískar hetjur“. Trump er eins óamerískur og hugsast getur og það er alveg galið að reyna að verja veru hans í Hvíta húsinu með minningu Reagans. Spyrjið bara Rambó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Donald Trump erum með sama íslenska geðlækninn og mikið varð ég glaður þegar hann lýsti Trump nýlega heilan á geði. Þar sem heimska flokkast ekki sem geðsjúkdómur er nefnilega næsta víst að þarna hefur Óttar Guðmundsson rétt fyrir sér. Ólíkt geðsjúkdómum er því miður ekki hægt að meðhöndla heimskuna og staðreyndablindur sértrúarsöfnuðurinn sem fylgir Trump í geggjaðri afneitun bendir einnig til þess að heimskan sé bráðsmitandi. Geðveiki er það ekki. Trump-hjörðin upphefur hann stundum með því að líkja honum við Ronald Reagan! Þótt margt misfagurt megi segja um Reagan má halda því fram að hann hafi staðið vörð um eitthvað sem kalla má „amerísk gildi“. Stallone-myndirnar um Rambó eru frábær vitnisburður um hversu skelfilega Repúblikanaflokkurinn og fjöldi Bandaríkjamanna hefur látið Trump afvegaleiða sig. Reagan hafði Rambó í miklum hávegum. Var meira að segja kallaður „Ronbo“ enda tengdi hann kempuna stundum við utanríkisstefnu sína. Rambó var helmassað lukkutröll Reagans og gamla góða flokksins en stendur í raun fyrir allt sem Trump hatar. Sovétmenn (nú Rússar) voru erkifjendur Reagans og Rambós. Allt daður Trumps við Pútín væri auðvitað eitur í beinum þessara kaldastríðshauka. Rambó barðist í Víetnam, var handsamaður og pyntaður (svona eins og John McCain). Trump, sem kom sér undan herskyldu, fyrirlítur svona ekta „ammrískar hetjur“. Trump er eins óamerískur og hugsast getur og það er alveg galið að reyna að verja veru hans í Hvíta húsinu með minningu Reagans. Spyrjið bara Rambó.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar