Hætta við umdeilda tillögu um bann við vörum Nike Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2018 10:31 Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana. Vísir/AP Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana hefur hætt við að banna opinber kaup á Nike vörum. Það gerði hann að ráðleggingu lögmanns borgarinnar og sagði að tillagan hefði komið niður á ímynd Kenner með ósanngjörnum hætti.Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. Kaepernick hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum, og þá aðallega Donald Trump, forseta bandaríkjanna, eftir að hann byrjaði að mótmæla kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi árið 2016 með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki NFL-deildinni. Eins og kemur fram hér að ofan snerust mótmæli Kaepernick um ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Íhaldsmenn, með Trump í broddi fylkingar, hafa hins vegar sakað Kaepernick um að vanvirða fána Bandaríkjanna og hermenn. Samkvæmt tillögunni máttu opinberir starfsmenn ekki kaupa Nike vörur til notkunar á vegum Kenner eins og í sundlaugum, görðum og íþróttahúsum. Tillagan var harðlega gagnrýnd á landsvísu og þó Kaepernick hafi ekki verið nefndur í henni, töldu flestir sig vita að hún tengdist auglýsingum hans. Kenner er úthverfi New Orleans og meðal þeirra sem mótmæltu tillögu Zahn voru leikmenn New Orleans Saints, NFL liðs borgarinnar. Zahn sagði fyrr í vikunni að hann væri mótfallinn því að Nike væri að boða „pólitísk skilaboð“ til að selja skó. Hann tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta við tillöguna. Þó tók hann fram að hann væri „föðurlandsvinur“ og sagði að það myndi aldrei breytast. Hins vegar þyrfti hann að leggja áherslu á rekstur Kenner og hvað kæmi borginni vel. Black Lives Matter Donald Trump Tengdar fréttir Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana hefur hætt við að banna opinber kaup á Nike vörum. Það gerði hann að ráðleggingu lögmanns borgarinnar og sagði að tillagan hefði komið niður á ímynd Kenner með ósanngjörnum hætti.Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. Kaepernick hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum, og þá aðallega Donald Trump, forseta bandaríkjanna, eftir að hann byrjaði að mótmæla kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi árið 2016 með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki NFL-deildinni. Eins og kemur fram hér að ofan snerust mótmæli Kaepernick um ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Íhaldsmenn, með Trump í broddi fylkingar, hafa hins vegar sakað Kaepernick um að vanvirða fána Bandaríkjanna og hermenn. Samkvæmt tillögunni máttu opinberir starfsmenn ekki kaupa Nike vörur til notkunar á vegum Kenner eins og í sundlaugum, görðum og íþróttahúsum. Tillagan var harðlega gagnrýnd á landsvísu og þó Kaepernick hafi ekki verið nefndur í henni, töldu flestir sig vita að hún tengdist auglýsingum hans. Kenner er úthverfi New Orleans og meðal þeirra sem mótmæltu tillögu Zahn voru leikmenn New Orleans Saints, NFL liðs borgarinnar. Zahn sagði fyrr í vikunni að hann væri mótfallinn því að Nike væri að boða „pólitísk skilaboð“ til að selja skó. Hann tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta við tillöguna. Þó tók hann fram að hann væri „föðurlandsvinur“ og sagði að það myndi aldrei breytast. Hins vegar þyrfti hann að leggja áherslu á rekstur Kenner og hvað kæmi borginni vel.
Black Lives Matter Donald Trump Tengdar fréttir Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56
Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54
Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30
Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12
Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32