Rétti forsetinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. september 2018 07:00 Þegar kemur að kosningum hefur þjóðin ekki alltaf verið fundvís á besta kostinn. Það var hún þó sannarlega þegar hún valdi Guðna Th. Jóhannesson forseta sinn. Þar gerði hún óneitanlega vel. Hann hefur margt merkilegt til málanna að leggja og áherslur hans einkennast af mannúð – og ekki veitir af í harðneskjulegum heimi. Við þingsetningu á dögunum hélt forsetinn ræðu sem endurspeglar vel umhyggju hans fyrir fólki og hlýju í þess garð. Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? spurði forsetinn sem vill að sjónum sé í auknum mæli beint að lýðheilsu og forvörnum. Þannig, sagði hann, mætti auka heill og hamingju fólks og sennilega spara fé til lengri tíma. Vonandi hafa þingmenn meðtekið orð forsetans og vel færi á því að stjórnvöld settu áherslur hans ofarlega á blað. Þannig væri örugglega hægt að bjarga einhverjum mannslífum. Lífið, sem best væri að við litum á sem dýrmæta gjöf, getur orðið í huga of margra að ánauð og um leið líður fólki skelfilega illa. Þá er skylt að rétta fram hjálparhönd og það má ekki gerast of seint. Forsetinn var í ræðu sinni að fjalla um hluti sem skipta máli, en vék einnig orðum að því sem litlu skiptir og varaði við því að staldrað væri um of við „álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá“, eins og hann orðaði það. Hann vitnaði síðan í orð hins ástsæla Stefáns Karls Stefánssonar um mikilvægi þess að dusta vitleysuna í burtu. Þessi orð áttu einkar vel við í þingsal þar sem mönnum er sérlega lagið að eyða tíma sínum í tilgangslaust karp. Stundum er eins og litið sé á það sem sjálfsagðan hluta af starfinu. Sem er fremur dapurlegt þegar haft er í huga hversu miklu þingmenn gætu raunverulega áorkað beindu þeir kröftum sínum alfarið að verkefnum sem skipta máli fyrir land og þjóð. Þeir mættu oftar íhuga skyldu sína gagnvart fólkinu í landinu og sameinast í góðum verkum fremur en að berja hver á öðrum. Þetta var góð og áminnandi en um leið yfirlætislaus ræða frá forsetanum. Fleiri stjórnmálamenn en þingmenn Alþingis hefðu gott af að sitja undir slíkri ræðu og hvarflar þá hugurinn umsvifalaust til borgarfulltrúa Reykjavíkur. Forsetinn hefði örugglega margt uppbyggilegt við þá að segja. Þjóðin veit að sérhlífni er ekki einkenni á forseta vorum því hann er duglegur að bregða sér af bæ og gengur í alls kyns verkefni og iðulega sýnir sig að hann er hinn besti mannasættir. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann mæti í Ráðhúsið og haldi þar litla en innihaldsríka tölu yfir borgarfulltrúum og bendi þeim á það að stöðugt karp er tímaeyðsla og að ekki sé til virðingar fallið að mæta pólitískum andstæðingum með skætingi. Skylda þeirra sé að takast á við þungvæg verkefni. Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kosningum hefur þjóðin ekki alltaf verið fundvís á besta kostinn. Það var hún þó sannarlega þegar hún valdi Guðna Th. Jóhannesson forseta sinn. Þar gerði hún óneitanlega vel. Hann hefur margt merkilegt til málanna að leggja og áherslur hans einkennast af mannúð – og ekki veitir af í harðneskjulegum heimi. Við þingsetningu á dögunum hélt forsetinn ræðu sem endurspeglar vel umhyggju hans fyrir fólki og hlýju í þess garð. Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? spurði forsetinn sem vill að sjónum sé í auknum mæli beint að lýðheilsu og forvörnum. Þannig, sagði hann, mætti auka heill og hamingju fólks og sennilega spara fé til lengri tíma. Vonandi hafa þingmenn meðtekið orð forsetans og vel færi á því að stjórnvöld settu áherslur hans ofarlega á blað. Þannig væri örugglega hægt að bjarga einhverjum mannslífum. Lífið, sem best væri að við litum á sem dýrmæta gjöf, getur orðið í huga of margra að ánauð og um leið líður fólki skelfilega illa. Þá er skylt að rétta fram hjálparhönd og það má ekki gerast of seint. Forsetinn var í ræðu sinni að fjalla um hluti sem skipta máli, en vék einnig orðum að því sem litlu skiptir og varaði við því að staldrað væri um of við „álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá“, eins og hann orðaði það. Hann vitnaði síðan í orð hins ástsæla Stefáns Karls Stefánssonar um mikilvægi þess að dusta vitleysuna í burtu. Þessi orð áttu einkar vel við í þingsal þar sem mönnum er sérlega lagið að eyða tíma sínum í tilgangslaust karp. Stundum er eins og litið sé á það sem sjálfsagðan hluta af starfinu. Sem er fremur dapurlegt þegar haft er í huga hversu miklu þingmenn gætu raunverulega áorkað beindu þeir kröftum sínum alfarið að verkefnum sem skipta máli fyrir land og þjóð. Þeir mættu oftar íhuga skyldu sína gagnvart fólkinu í landinu og sameinast í góðum verkum fremur en að berja hver á öðrum. Þetta var góð og áminnandi en um leið yfirlætislaus ræða frá forsetanum. Fleiri stjórnmálamenn en þingmenn Alþingis hefðu gott af að sitja undir slíkri ræðu og hvarflar þá hugurinn umsvifalaust til borgarfulltrúa Reykjavíkur. Forsetinn hefði örugglega margt uppbyggilegt við þá að segja. Þjóðin veit að sérhlífni er ekki einkenni á forseta vorum því hann er duglegur að bregða sér af bæ og gengur í alls kyns verkefni og iðulega sýnir sig að hann er hinn besti mannasættir. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann mæti í Ráðhúsið og haldi þar litla en innihaldsríka tölu yfir borgarfulltrúum og bendi þeim á það að stöðugt karp er tímaeyðsla og að ekki sé til virðingar fallið að mæta pólitískum andstæðingum með skætingi. Skylda þeirra sé að takast á við þungvæg verkefni. Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar