Enski boltinn

Liðsfélagi Gylfa hjá Everton sjóðheitur með brasilíska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Richarlison fagnar marki í nótt.Hann var í níunni hjá brasilíska landsliðinu.
Richarlison fagnar marki í nótt.Hann var í níunni hjá brasilíska landsliðinu. Vísir/Getty
Richarlison hefur byrjað tímabilið vel með Everton og hann fylgdi því eftir með flottri frammistöðu með brasilíska landsliðinu í nótt.

Richarlison skoraði tvö mörk í leiknum og fiskaði einnig víti. Neymar, Philippe Coutinho og Marquinhos voru líka á skotskónum. Neymar gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.





Richarlison var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brasilíu þegar liðið vann 5-0 sigur á El Slavador á FedExField leikvanginum í Maryland.

Richarlison er nýorðinn liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar en Everton keypti hann frá Watford fyrir 50 milljónir punda í sumar. Hann hefur skoraði 3 mörk í fyrstu 3 leikjum sínum með Everton-liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Richarlison var fljótur að láta til sín taka í leiknum í nótt því hann fiskaði víti strax á annarri mínútur. Neymar skoraði úr vítinu.

Richarlison skoraði síðan sjálfur á 16. mínútu eftir sendingu frá Neymar og Neymar lagði líka upp mark fyrir Philippe Coutinho á 30. mínútu. Brasilíumenn voru því 3-0 yfir í hálfleik.

Richarlison skoraði fjórða markið og annað markið sitt á 50. mínútu og varnarmaðurinn Marquinhos skallaði síðan boltann í markið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Neymar.





Argentínumenn léku án Lionel Messi í nótt og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli á móti Kólumbíu.

Hinn 19 ára gamli miðjumaður Tyler Adam tryggði bandaríska landsliðinu 1-0 sigur á Mexíkó þegar liðin mættust í Nashville. Fjórum mínútum fyrir markið þá misstu Mexíkóbúar Angel Zaldivar útaf með rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×