Hvaðan koma verðmætin? Davíð Þorláksson skrifar 12. september 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins 13. ágúst var ýjað að því að ferðaþjónusta og sjávarútvegur skiluðu ekki nægjanlega miklu til samfélagsins. Hið sama er einnig sagt um iðnað og er þar skemmst að minnast umfjöllunar Kastljóssins þar sem tekið var þröngt sjónarhorn á það hverju stóriðjan er að skila. Það vill svo til að þarna eru þrjár stærstu útflutningsgreinar okkar, þ.e.a.s. þær greinar sem skila mestu til samfélagsins. Nær öll okkar hagsæld stendur og fellur með því að þessum greinum farnist sem best. Þær standa undir stærstum hluta skatttekna ríkisins, skapa atvinnu og greiða laun. Í stað þess að gera lítið úr framlagi þeirra ætti fólk frekar að gera sér grein fyrir að þessar greinar eru í alþjóðlegri samkeppni. Því verri sem samkeppnishæfni þeirra er því minna skila þær til þjóðarbúsins og því verri verða lífskjör okkar. Það er margt sem hefur áhrif á samkeppnishæfni sem við höfum litla eða enga stjórn á, eins og krónan og olíuverð. En þarna er líka margt sem við getum auðveldlega haft áhrif á, ef vilji er fyrir hendi. Þar má fyrst og fremst nefna skatta sem auka kostnað fyrirtækjanna. Þar er tryggingagjaldið sérstaklega íþyngjandi, fjármagnstekjuskattur sem tekur ekki tillit til verðbólgu og sérstakir skattar eins og veiðigjald og gistináttagjald. Þá er brýnt að fara í breytingar á samkeppnislögum svo þau standi ekki í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu í atvinnulífinu. Það væri áhugavert að heyra frá þeim, sem halda því fram að útflutningsgreinarnar skili engu, hvaðan þau haldi að verðmætin komi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 13. ágúst var ýjað að því að ferðaþjónusta og sjávarútvegur skiluðu ekki nægjanlega miklu til samfélagsins. Hið sama er einnig sagt um iðnað og er þar skemmst að minnast umfjöllunar Kastljóssins þar sem tekið var þröngt sjónarhorn á það hverju stóriðjan er að skila. Það vill svo til að þarna eru þrjár stærstu útflutningsgreinar okkar, þ.e.a.s. þær greinar sem skila mestu til samfélagsins. Nær öll okkar hagsæld stendur og fellur með því að þessum greinum farnist sem best. Þær standa undir stærstum hluta skatttekna ríkisins, skapa atvinnu og greiða laun. Í stað þess að gera lítið úr framlagi þeirra ætti fólk frekar að gera sér grein fyrir að þessar greinar eru í alþjóðlegri samkeppni. Því verri sem samkeppnishæfni þeirra er því minna skila þær til þjóðarbúsins og því verri verða lífskjör okkar. Það er margt sem hefur áhrif á samkeppnishæfni sem við höfum litla eða enga stjórn á, eins og krónan og olíuverð. En þarna er líka margt sem við getum auðveldlega haft áhrif á, ef vilji er fyrir hendi. Þar má fyrst og fremst nefna skatta sem auka kostnað fyrirtækjanna. Þar er tryggingagjaldið sérstaklega íþyngjandi, fjármagnstekjuskattur sem tekur ekki tillit til verðbólgu og sérstakir skattar eins og veiðigjald og gistináttagjald. Þá er brýnt að fara í breytingar á samkeppnislögum svo þau standi ekki í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu í atvinnulífinu. Það væri áhugavert að heyra frá þeim, sem halda því fram að útflutningsgreinarnar skili engu, hvaðan þau haldi að verðmætin komi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar