Innlent

Framlög til RÚV hækka um tæpan hálfan milljarð

Birgir Olgeirsson skrifar
Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5 prósent.
Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5 prósent. Vísir/Ernir
Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er lagt til að útvarpsgjaldið hækki um 2,5 prósent í samræmi við forsendur frumvarpsins fyrir árið 2019.

Heildarfjárheimildir til Ríkisútvarpsins fyrir árið 2019 er því áætluð 4,7 milljarðar króna og hækkar um 534 milljónir króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1,8 milljarði króna.

Breytinguna má aðallega rekja til 175 milljóna króna hækkunar til Ríkisútvarpsins ohf. vegna sjóðs sem ætlaður er til kaupa á efni frá sjálfstæðum framleiðendum hérlendis og 360 milljóna króna hækkunar til Ríkisútvarpsins í samræmi við tekjuáætlun um innheimtar tekjur af útvarpsgjaldi.

Árið 2017 var framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins 4.186 milljónir króna en 4.164 milljónir króna árið 2018.

Útvarpsgjaldið sem hver þurfti að greiða árið 2018 nam 17.100 krónum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×