Nýju þjálfararnir í NFL-deildinni töpuðu allir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 11:30 Derek Carr, leikstjórnandi Oakland Raiders talar við þjálfara sinn Jon Gruden. Vísir/Getty Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL. Sjö lið skiptu um þjálfara í sumar og öll sjö þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik. Jon Gruden tók við liði Oakland Raiders eftir að hafa verið sjónvarpsmaður í sjö ár á ESPN. Byrjun var ekki sannfærandi því liðið steinlá 33-13 á móti Los Angeles Rams í gær.FINAL: @RamsNFL WIN in Oakland! #LARvsOAK#LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/pYPyiM7p7k — NFL (@NFL) September 11, 2018Jon Gruden var mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Monday Night Football og fyrsti leikur hans féll einmitt á það kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Los Angeles Rams liðið yfir Oakland í seinni hálfleiks sem Hrútarnir unnu 23-0 og þar með leikinn 33-13. Matt Patricia hafði í leiknum á undan þurft að sætta sig við slæmt tap á móti New York Jets liðinu á heimavelli. Patricia var varnarþjálfari New England Patriots í mörg sigursæl ár en tók við liði Detroit Lions fyrir þetta tímabil. Detroit Lions tapaði 48-17 í hans fyrsta leik þar sem Ljónin köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér. Detroit-vörnin var búin að stela sendingu og skora eftir aðeins tíu sekúndur en nýliðinn Sam Darnold hjá New York Jets kastaði boltanum frá sér í fyrstu sendingu. Sam Darnold hristi þá martraðarbyrjun af sér og leiddi lið sitt til sannfærandi sigurs. Darnold er aðeins 21 árs og yngsti byrjunarliðsleikstjórnandi sögunnar.17 undefeated teams remain after Week 1! pic.twitter.com/QjhGhQyIVk — NFL (@NFL) September 11, 2018Hinir fimm þjálfararnir sem þurftu að sætta sig við tap í frumraun sinni voru Pat Shurmur hjá New York Giants, Matt Nagy hjá Chicago Bears, Steve Wilks hjá Arizona Cardinals, Frank Reich hjá Indianapolis Colts og Mike Vrabel hjá Tennessee Titans. 32 lið eru í NFL-deildinni þannig að 25 lið héldu tryggð við þjálfara sinn frá því í fyrra. NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL. Sjö lið skiptu um þjálfara í sumar og öll sjö þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik. Jon Gruden tók við liði Oakland Raiders eftir að hafa verið sjónvarpsmaður í sjö ár á ESPN. Byrjun var ekki sannfærandi því liðið steinlá 33-13 á móti Los Angeles Rams í gær.FINAL: @RamsNFL WIN in Oakland! #LARvsOAK#LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/pYPyiM7p7k — NFL (@NFL) September 11, 2018Jon Gruden var mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Monday Night Football og fyrsti leikur hans féll einmitt á það kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Los Angeles Rams liðið yfir Oakland í seinni hálfleiks sem Hrútarnir unnu 23-0 og þar með leikinn 33-13. Matt Patricia hafði í leiknum á undan þurft að sætta sig við slæmt tap á móti New York Jets liðinu á heimavelli. Patricia var varnarþjálfari New England Patriots í mörg sigursæl ár en tók við liði Detroit Lions fyrir þetta tímabil. Detroit Lions tapaði 48-17 í hans fyrsta leik þar sem Ljónin köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér. Detroit-vörnin var búin að stela sendingu og skora eftir aðeins tíu sekúndur en nýliðinn Sam Darnold hjá New York Jets kastaði boltanum frá sér í fyrstu sendingu. Sam Darnold hristi þá martraðarbyrjun af sér og leiddi lið sitt til sannfærandi sigurs. Darnold er aðeins 21 árs og yngsti byrjunarliðsleikstjórnandi sögunnar.17 undefeated teams remain after Week 1! pic.twitter.com/QjhGhQyIVk — NFL (@NFL) September 11, 2018Hinir fimm þjálfararnir sem þurftu að sætta sig við tap í frumraun sinni voru Pat Shurmur hjá New York Giants, Matt Nagy hjá Chicago Bears, Steve Wilks hjá Arizona Cardinals, Frank Reich hjá Indianapolis Colts og Mike Vrabel hjá Tennessee Titans. 32 lið eru í NFL-deildinni þannig að 25 lið héldu tryggð við þjálfara sinn frá því í fyrra.
NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira