Kalifornía ætlar að framleiða allt rafmagn án kolefnis fyrir 2045 Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2018 09:03 Nýju lögin gera ráð fyrir að allt rafmagn verði framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og sólarorku fyrir miðja öldina. Vísir/Getty Stjórnvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa sett sér það markmið að öll raforkuframleiðsla í ríkinu verði kolefnisfrí fyrir árið 2045. Lög sem samþykkt voru þar gera ráð fyrir að orkufyrirtæki þurfi að framleiða 60% orku með endurnýjanlegum hætti fyrir árið 2030. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hét því að ríkið myndi ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að halda áfram að afkolefnisvæða hagkerfið. Kalifornía er fimmta stærsta hagkerfi heims og verður annað bandaríska ríkið á eftir Havaí til þess að skuldbinda sig til þess að framleiða raforku með vistvænum hætti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum orkunefndar Kaliforníu var um þriðjungur raforku sem seld var í ríkinu í fyrra framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Nýju lögin leggjast hins vegar illa í sum stærstu orkufyrirtæki landsins sem vara við því að þau muni hækka orkuverð til almennings. Umhverfisverndarsinnar hafa aftur á móti fagnað aðgerðunum. Á sama tíma og Kalifornía tilkynnir um aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ætlar ríkisstjórn Donalds Trump forseta enn að slaka á alríkisreglum. New York Times segir frá því að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna ætli að auðvelda orkufyrirtækjum að losa metan út í andrúmsloftið. Áður hefur hún lagt fram tillögur um að veikja verulega reglur um takmarkanir á losun frá kolaorkuverum og bifreiðum. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Stjórnvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa sett sér það markmið að öll raforkuframleiðsla í ríkinu verði kolefnisfrí fyrir árið 2045. Lög sem samþykkt voru þar gera ráð fyrir að orkufyrirtæki þurfi að framleiða 60% orku með endurnýjanlegum hætti fyrir árið 2030. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hét því að ríkið myndi ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að halda áfram að afkolefnisvæða hagkerfið. Kalifornía er fimmta stærsta hagkerfi heims og verður annað bandaríska ríkið á eftir Havaí til þess að skuldbinda sig til þess að framleiða raforku með vistvænum hætti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum orkunefndar Kaliforníu var um þriðjungur raforku sem seld var í ríkinu í fyrra framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Nýju lögin leggjast hins vegar illa í sum stærstu orkufyrirtæki landsins sem vara við því að þau muni hækka orkuverð til almennings. Umhverfisverndarsinnar hafa aftur á móti fagnað aðgerðunum. Á sama tíma og Kalifornía tilkynnir um aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ætlar ríkisstjórn Donalds Trump forseta enn að slaka á alríkisreglum. New York Times segir frá því að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna ætli að auðvelda orkufyrirtækjum að losa metan út í andrúmsloftið. Áður hefur hún lagt fram tillögur um að veikja verulega reglur um takmarkanir á losun frá kolaorkuverum og bifreiðum.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45