Hafa veitt 160 viðtöl vegna sjálfsvíga á hálfu ári Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. september 2018 19:45 Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt allar tillögur sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi og verða 25 milljónir króna lagðar strax í verkefnið. Á hálfu ári hafa Pieta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, veitt 160 viðtöl.Edda Arndal, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, er forstöðumaður Píeta-samtakanna.Vísir/EgillEfnt var til málþingsins Stöndum saman gegn sjálfsvígum í tilefni Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga í dag. Edda Arndal, forstöðumaður Píeta samtakanna, sem veita einstaklingum í sjálfsvígsvanda og aðstandendum ráðgjöf, fór yfir reynsluna af fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Hún segir ljóst að mikil þörf hafi verið fyrir úrræðið sem stendur fólki endurgjaldslaust til boða. „Við erum til að mynda búin að taka um 160 viðtöl, ef ég man rétt, frá því að við opnuðum. Og við höfum tekið móti á milli 70 og 90 símtölum,“ segir Edda. Heilbrigðisráðherra greindi frá því að hún hefði samþykkt allar fimmtíu tillögurnar sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga á Íslandi. Tillögurnar eru nokkuð víðtækar og eru sumar samhljóma geðheilbrigðisáætlun stjórnvalda. Farið verður yfir áframhaldandi fjármögnun aðgerðanna í fjárlagavinnu en Svandís segir að brýnt hafi verið að sýna skjót viðbrögð en ný skýrsla frá landlækni sýnir meðal annars að sjálfsvígshugsanir hafa aukist hjá stúlkum á síðustu árum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29 Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. 8. september 2018 19:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt allar tillögur sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi og verða 25 milljónir króna lagðar strax í verkefnið. Á hálfu ári hafa Pieta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, veitt 160 viðtöl.Edda Arndal, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, er forstöðumaður Píeta-samtakanna.Vísir/EgillEfnt var til málþingsins Stöndum saman gegn sjálfsvígum í tilefni Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga í dag. Edda Arndal, forstöðumaður Píeta samtakanna, sem veita einstaklingum í sjálfsvígsvanda og aðstandendum ráðgjöf, fór yfir reynsluna af fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Hún segir ljóst að mikil þörf hafi verið fyrir úrræðið sem stendur fólki endurgjaldslaust til boða. „Við erum til að mynda búin að taka um 160 viðtöl, ef ég man rétt, frá því að við opnuðum. Og við höfum tekið móti á milli 70 og 90 símtölum,“ segir Edda. Heilbrigðisráðherra greindi frá því að hún hefði samþykkt allar fimmtíu tillögurnar sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga á Íslandi. Tillögurnar eru nokkuð víðtækar og eru sumar samhljóma geðheilbrigðisáætlun stjórnvalda. Farið verður yfir áframhaldandi fjármögnun aðgerðanna í fjárlagavinnu en Svandís segir að brýnt hafi verið að sýna skjót viðbrögð en ný skýrsla frá landlækni sýnir meðal annars að sjálfsvígshugsanir hafa aukist hjá stúlkum á síðustu árum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29 Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. 8. september 2018 19:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30
25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29
Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. 8. september 2018 19:30