Hafa veitt 160 viðtöl vegna sjálfsvíga á hálfu ári Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. september 2018 19:45 Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt allar tillögur sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi og verða 25 milljónir króna lagðar strax í verkefnið. Á hálfu ári hafa Pieta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, veitt 160 viðtöl.Edda Arndal, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, er forstöðumaður Píeta-samtakanna.Vísir/EgillEfnt var til málþingsins Stöndum saman gegn sjálfsvígum í tilefni Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga í dag. Edda Arndal, forstöðumaður Píeta samtakanna, sem veita einstaklingum í sjálfsvígsvanda og aðstandendum ráðgjöf, fór yfir reynsluna af fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Hún segir ljóst að mikil þörf hafi verið fyrir úrræðið sem stendur fólki endurgjaldslaust til boða. „Við erum til að mynda búin að taka um 160 viðtöl, ef ég man rétt, frá því að við opnuðum. Og við höfum tekið móti á milli 70 og 90 símtölum,“ segir Edda. Heilbrigðisráðherra greindi frá því að hún hefði samþykkt allar fimmtíu tillögurnar sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga á Íslandi. Tillögurnar eru nokkuð víðtækar og eru sumar samhljóma geðheilbrigðisáætlun stjórnvalda. Farið verður yfir áframhaldandi fjármögnun aðgerðanna í fjárlagavinnu en Svandís segir að brýnt hafi verið að sýna skjót viðbrögð en ný skýrsla frá landlækni sýnir meðal annars að sjálfsvígshugsanir hafa aukist hjá stúlkum á síðustu árum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29 Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. 8. september 2018 19:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt allar tillögur sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi og verða 25 milljónir króna lagðar strax í verkefnið. Á hálfu ári hafa Pieta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, veitt 160 viðtöl.Edda Arndal, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, er forstöðumaður Píeta-samtakanna.Vísir/EgillEfnt var til málþingsins Stöndum saman gegn sjálfsvígum í tilefni Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga í dag. Edda Arndal, forstöðumaður Píeta samtakanna, sem veita einstaklingum í sjálfsvígsvanda og aðstandendum ráðgjöf, fór yfir reynsluna af fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Hún segir ljóst að mikil þörf hafi verið fyrir úrræðið sem stendur fólki endurgjaldslaust til boða. „Við erum til að mynda búin að taka um 160 viðtöl, ef ég man rétt, frá því að við opnuðum. Og við höfum tekið móti á milli 70 og 90 símtölum,“ segir Edda. Heilbrigðisráðherra greindi frá því að hún hefði samþykkt allar fimmtíu tillögurnar sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga á Íslandi. Tillögurnar eru nokkuð víðtækar og eru sumar samhljóma geðheilbrigðisáætlun stjórnvalda. Farið verður yfir áframhaldandi fjármögnun aðgerðanna í fjárlagavinnu en Svandís segir að brýnt hafi verið að sýna skjót viðbrögð en ný skýrsla frá landlækni sýnir meðal annars að sjálfsvígshugsanir hafa aukist hjá stúlkum á síðustu árum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29 Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. 8. september 2018 19:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30
25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29
Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. 8. september 2018 19:30