Pipar\TBWA og The Engine sameinast Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2018 14:22 Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA. Aðsend Auglýsinga- og markaðsfyrirtækið Pipar\TBWA hefur sameinast The Engine. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækjunum að stofnandi The Engine, Kristján Már Hauksson, muni starfa áfram með nýjum eigendum og mun hann eignast hlut í sameinuðu félagi. Pipar\TBWA er ein stærsta auglýsingastofa landsins en The Engine sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA, segir í tilkynningunni að sameining fyrirtækjanna sé þannig í takti við markmið auglýsingastofunnar um að „styrkja félagið enn frekar á sviði netmarkaðssetningar og bæta við sig þekkingu og reynslu til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar eins víðtæka þjónustu og mögulegt er.“ „Eftirspurnin eftir alhliða netmarkaðssetningu eykst sífellt, en að sama skapi breytist landslagið ört og krefst aukinnar sérhæfingar og sérþekkingar. Með sameiningunni við The Engine verðum við enn betur í stakk búin til þess að sinna fleiri, stærri og flóknari verkefnum fyrir viðskiptavini okkar hér á landi og erlendis,“ segir Guðmundur. Í tilkynningunni segir einnig að Kristján hafi reynslu af reynslu af netmarkaðssetningu, haldið námskeið og skrifað bækur. „Undir hans stjórn hefur The Engine náð fótfestu á erlendum mörkuðum og unnið með viðskiptavinum, m.a. Destination Canada, Domino’s-pizzukeðjunni á Norðurlöndum, fjármálarisanum Santander og símafyrirtækjunum Vodafone IoT og Sonotel,“ segir í tilkynningunni. The Engine er að sama skapi sagt hafa aðstoðað íslensk fyrirtæki við að koma vörum og þjónustu á framfæri á erlendum mörkuðum með sérhönnuðum herferðum. „Við erum einstaklega spennt yfir því að verða hluti af Pipar\TBWA. Í því felast margþætt tækifæri til vaxtar og samlegðaráhrif eru töluverð,“ segir Kristján Már. Sjö manns starfa hjá The Engine og mun hluti þeirra starfsmanna flytjast yfir til Pipars\TBWA á næstu dögum. Aðrir starfmenn fyrirtækisins eru staðsettir erlendis. Vistaskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Auglýsinga- og markaðsfyrirtækið Pipar\TBWA hefur sameinast The Engine. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækjunum að stofnandi The Engine, Kristján Már Hauksson, muni starfa áfram með nýjum eigendum og mun hann eignast hlut í sameinuðu félagi. Pipar\TBWA er ein stærsta auglýsingastofa landsins en The Engine sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA, segir í tilkynningunni að sameining fyrirtækjanna sé þannig í takti við markmið auglýsingastofunnar um að „styrkja félagið enn frekar á sviði netmarkaðssetningar og bæta við sig þekkingu og reynslu til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar eins víðtæka þjónustu og mögulegt er.“ „Eftirspurnin eftir alhliða netmarkaðssetningu eykst sífellt, en að sama skapi breytist landslagið ört og krefst aukinnar sérhæfingar og sérþekkingar. Með sameiningunni við The Engine verðum við enn betur í stakk búin til þess að sinna fleiri, stærri og flóknari verkefnum fyrir viðskiptavini okkar hér á landi og erlendis,“ segir Guðmundur. Í tilkynningunni segir einnig að Kristján hafi reynslu af reynslu af netmarkaðssetningu, haldið námskeið og skrifað bækur. „Undir hans stjórn hefur The Engine náð fótfestu á erlendum mörkuðum og unnið með viðskiptavinum, m.a. Destination Canada, Domino’s-pizzukeðjunni á Norðurlöndum, fjármálarisanum Santander og símafyrirtækjunum Vodafone IoT og Sonotel,“ segir í tilkynningunni. The Engine er að sama skapi sagt hafa aðstoðað íslensk fyrirtæki við að koma vörum og þjónustu á framfæri á erlendum mörkuðum með sérhönnuðum herferðum. „Við erum einstaklega spennt yfir því að verða hluti af Pipar\TBWA. Í því felast margþætt tækifæri til vaxtar og samlegðaráhrif eru töluverð,“ segir Kristján Már. Sjö manns starfa hjá The Engine og mun hluti þeirra starfsmanna flytjast yfir til Pipars\TBWA á næstu dögum. Aðrir starfmenn fyrirtækisins eru staðsettir erlendis.
Vistaskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira