Seinkun á heimkomu Íslendinga eftir ofsaakstur sem lauk á flugbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2018 14:11 Frá vettvangi í Lyon í dag. Fjölmörgum flugferðum, þeirra á meðal flugi WOW Air frá Lyon til Íslands, þurfti að fresta í dag eftir að lögregla handtók mann sem hafði ekið í leyfisleysi inn á flugbrautina. Maðurinn keyrði á Mercedes Benz bíl sínum í gegnum girðingu og komst á flugbrautina. Bílstjórinn hafði ekið bílnum fleiri kílómetra gegn umferð á A43 hraðbrautinni í nágrenninu. Um tuttugu löggæslufarartæki auk mótorhjóla og þyrlu komu að eftirförinni. Lögregla segir að um flókna aðgerð hafi verið að ræða en vitni segja aðgerðirnar hafa einkennst af óreiðu. Aksturslag mannsins orsakaði árekstra á hraðbrautinni en maðurinn ók bílnum fyrst í gegnum tollahlið áður en hann komst inn á flugbrautina. Hann reyndi að lokum að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Enginn mun hafa slasast að því er fram kemur í frétt Guardian. Farþegar í flugi WOW, sem margir hverjir eru íslenskir, munu hafa fengið þau skilaboð að flugvellinum yrði lokað til klukkan sex að staðartíma síðdegis vegna atviksins. Farþegarnir voru komnir um borð í flugvélina þegar atvikið átti sér stað. Voru þau flutt aftur í flugstöðina þar sem þau bíða frekari skilaboða.Á heimasíðu Keflavíkurflugvallar segir að komu til Íslands sé frestað til 19:15 í kvöld. Það kemur heim og saman við brottför sem nú er fyrirhuguð klukkan 17:30 að frönskum tíma, 15:30 að íslenskum tíma.Uppfært klukkan 14:50Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að utanaðkomandi aðili hafi komist í gegnum hlið á vellinum og inn á braut og þar af leiðandi varð flugvöllurinn „óhreinn“. Það þurfti í kjölfarið að rýma flugstöðina og allir farþegar þurftu að fara aftur í gegnum öryggisleit eftir að búið var að tryggja það að völlurinn væri öruggur. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Fjölmörgum flugferðum, þeirra á meðal flugi WOW Air frá Lyon til Íslands, þurfti að fresta í dag eftir að lögregla handtók mann sem hafði ekið í leyfisleysi inn á flugbrautina. Maðurinn keyrði á Mercedes Benz bíl sínum í gegnum girðingu og komst á flugbrautina. Bílstjórinn hafði ekið bílnum fleiri kílómetra gegn umferð á A43 hraðbrautinni í nágrenninu. Um tuttugu löggæslufarartæki auk mótorhjóla og þyrlu komu að eftirförinni. Lögregla segir að um flókna aðgerð hafi verið að ræða en vitni segja aðgerðirnar hafa einkennst af óreiðu. Aksturslag mannsins orsakaði árekstra á hraðbrautinni en maðurinn ók bílnum fyrst í gegnum tollahlið áður en hann komst inn á flugbrautina. Hann reyndi að lokum að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Enginn mun hafa slasast að því er fram kemur í frétt Guardian. Farþegar í flugi WOW, sem margir hverjir eru íslenskir, munu hafa fengið þau skilaboð að flugvellinum yrði lokað til klukkan sex að staðartíma síðdegis vegna atviksins. Farþegarnir voru komnir um borð í flugvélina þegar atvikið átti sér stað. Voru þau flutt aftur í flugstöðina þar sem þau bíða frekari skilaboða.Á heimasíðu Keflavíkurflugvallar segir að komu til Íslands sé frestað til 19:15 í kvöld. Það kemur heim og saman við brottför sem nú er fyrirhuguð klukkan 17:30 að frönskum tíma, 15:30 að íslenskum tíma.Uppfært klukkan 14:50Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að utanaðkomandi aðili hafi komist í gegnum hlið á vellinum og inn á braut og þar af leiðandi varð flugvöllurinn „óhreinn“. Það þurfti í kjölfarið að rýma flugstöðina og allir farþegar þurftu að fara aftur í gegnum öryggisleit eftir að búið var að tryggja það að völlurinn væri öruggur.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira