Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. september 2018 07:00 Gervitunglamynd af Florence. Flórída sést uppi til vinstri. Vísir/AP Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. Florence magnaðist mjög í gærmorgun er hún mjakaði sér yfir Atlantshafið og í átt að austurströnd Bandaríkjanna. Veðurfræðingar telja að vindhraðinn hafi náð um 120 kílómetra hraða á klukkustund þegar Florence var stödd um 1.200 kílómetra suðaustur af Bermúda. Þó erfitt sér að áætla leið Florence næstu daga með nákvæmum hætti er ljóst að fellibylurinn stefnir vestur í átt að meginlandi Bandaríkjanna. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur sagt að íbúar á víðfeðmu strandsvæði frá norðurhluta Flórída til Norður-Karólínu ættu að undirbúa sig fyrir meiriháttar skell seinna í þessari viku. Yfirvöld í Karólínuríkjunum báðum hafa hvatt íbúa til að gera viðeigandi ráðstafanir. Neyðarástandi hefur þegar verið lýst yfir í Suður-Karólínu og Georgíu. „Við nálgumst nú hápunkt fellibyljatímans og við þekkjum vel þá óvissu sem fylgir þessum stormum og það mikla afl sem þeir búa yfir,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, í samtali við fréttaveitu AP. Hann hvatti fólk til að kynna sér helstu leiðir frá strandsvæðum og fylla á bílana sem fyrst svo að hægt verði að yfirgefa svæðin með stuttum fyrirvara. Þó að Florence sé enn langt frá landi er hún þegar farin að láta á sér kræla við strendur Bermúda og Bandaríkjanna en öldugangur þar er farinn að aukast mjög. Bermúdaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. Florence magnaðist mjög í gærmorgun er hún mjakaði sér yfir Atlantshafið og í átt að austurströnd Bandaríkjanna. Veðurfræðingar telja að vindhraðinn hafi náð um 120 kílómetra hraða á klukkustund þegar Florence var stödd um 1.200 kílómetra suðaustur af Bermúda. Þó erfitt sér að áætla leið Florence næstu daga með nákvæmum hætti er ljóst að fellibylurinn stefnir vestur í átt að meginlandi Bandaríkjanna. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur sagt að íbúar á víðfeðmu strandsvæði frá norðurhluta Flórída til Norður-Karólínu ættu að undirbúa sig fyrir meiriháttar skell seinna í þessari viku. Yfirvöld í Karólínuríkjunum báðum hafa hvatt íbúa til að gera viðeigandi ráðstafanir. Neyðarástandi hefur þegar verið lýst yfir í Suður-Karólínu og Georgíu. „Við nálgumst nú hápunkt fellibyljatímans og við þekkjum vel þá óvissu sem fylgir þessum stormum og það mikla afl sem þeir búa yfir,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, í samtali við fréttaveitu AP. Hann hvatti fólk til að kynna sér helstu leiðir frá strandsvæðum og fylla á bílana sem fyrst svo að hægt verði að yfirgefa svæðin með stuttum fyrirvara. Þó að Florence sé enn langt frá landi er hún þegar farin að láta á sér kræla við strendur Bermúda og Bandaríkjanna en öldugangur þar er farinn að aukast mjög.
Bermúdaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira