Íslenski boltinn

Eiður Aron: Skoða það sem kemur inn ef það er spennandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Origo-vellinum skrifar
Eiður Aron og Sigurður Egill Lárusson lyfta Íslandsmeistaratitlinum
Eiður Aron og Sigurður Egill Lárusson lyfta Íslandsmeistaratitlinum vísir/bára
Eiður Aron Sigurbjörnsson var einn besti leikmaður tímabilsins í liði Vals sem varði Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í dag.

Valur vann öruggan sigur á Keflavík 4-1 í dag og það reyndi ekki mikið á Eið og félaga í vörninni hjá Val. Valsmenn fögnuðu svo sínum öðrum Íslandsmeistaratitli á tveimur árum í leikslok.

„Þetta venst ágætlega. Flott sumar og geggjað að klára þetta svona á úrslitaleik,“ sagði Eiður Aron eftir leikinn á Origo-vellinum á Hlíðarenda.

„Þriðja markið kláraði þetta held ég, þá var öll von úti fyrir þá og við siglum þessu þægilega heim. Þeir fá svo að skora eitt mark í restina.“

Eiður Aron er enn samningsbundinn Val og verður að öllum líkindum áfram á Hlíðarenda næsta sumar.

„Það er frábært að vera hérna, stuðningurinn frábær og klúbburinn er á uppleið.“

„Ég er nýbúinn að skrifa undir samning en klárlega skoða það sem kemur inn ef það er eitthvað spennandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×