Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2018 22:00 Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpuvík er oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi, enda lokast vegurinn vikum saman á veturna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ólafur Valsson dýralæknir var búinn að reka verslunina í tæpt ár en tilkynnti íbúum í síðustu viku að henni yrði lokað. „Það er enn eitt áfallið,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Að vísu er þetta ekkert komið mikið í hámæli en ég er samt búin að fá fyrirspurn um búðina. Þannig að við erum nú ekki alveg heillum horfin.“Frá Norðurfirði á Ströndum. Verslunin er ofan hafnarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Síðustu daga hafa vörur verið seldar með allt að 50 prósenta afslætti. „Það er náttúrlega orðið svo fátt fólk hérna að það er ekki hægt að setja á stofn nýtt fyrirtæki til að þjóna þessu, eins og með verslun. Það er bara sannleikurinn í því,“ segir Gunnsteinn Gíslason, sem var oddviti og kaupfélagsstjóri í yfir þrjátíu ár. Í Árneshreppi er staðan þó erfiðari en hjá flestum öðrum því úr Norðurfirði eru um eitthundrað kílómetrar í næstu verslun, á Drangsnesi eða Hólmavík. Þá er vegurinn svo slæmur að Vegagerðin heldur ekki uppi snjómokstri yfir háveturinn.En hvernig verður þá með aðdrætti fyrir íbúana í vetur að sækja sér matvörur? „Einhverntímann fóru menn gangandi yfir fjöll,“ svarar Gunnsteinn kíminn. „Ég held að það takist í sjálfu sér. Það er flogið á veturna og opið í Hólmavík. En þetta er bara slæm staða,“ segir Gunnsteinn. Hreppsnefnd Árneshrepps hefur í bréfi til íbúa meðal annars viðrað þann möguleika að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. Úr versluninni í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það eru önnur sveitarfélög sem hafa lent í sama barningi eins og við, að hafa ekki opna búð. Það er bara mjög óásættanlegt fyrir öll samfélög að hafa ekki búð. Þannig að fólk hefur verið að nota ýmsar aðferðir. Það er eitthvað sem við þurfum líka að kynna okkur og vita hvað hefur virkað hjá þeim, til þess að við þurfum ekki að vera að finna upp hjólið. Og við ætlum bara að gera það núna í rólegheitum. Vonandi tekst okkur bara að panta vörur á meðan. Það er enginn vandi í sjálfu sér, sko,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Neytendur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi, enda lokast vegurinn vikum saman á veturna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ólafur Valsson dýralæknir var búinn að reka verslunina í tæpt ár en tilkynnti íbúum í síðustu viku að henni yrði lokað. „Það er enn eitt áfallið,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Að vísu er þetta ekkert komið mikið í hámæli en ég er samt búin að fá fyrirspurn um búðina. Þannig að við erum nú ekki alveg heillum horfin.“Frá Norðurfirði á Ströndum. Verslunin er ofan hafnarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Síðustu daga hafa vörur verið seldar með allt að 50 prósenta afslætti. „Það er náttúrlega orðið svo fátt fólk hérna að það er ekki hægt að setja á stofn nýtt fyrirtæki til að þjóna þessu, eins og með verslun. Það er bara sannleikurinn í því,“ segir Gunnsteinn Gíslason, sem var oddviti og kaupfélagsstjóri í yfir þrjátíu ár. Í Árneshreppi er staðan þó erfiðari en hjá flestum öðrum því úr Norðurfirði eru um eitthundrað kílómetrar í næstu verslun, á Drangsnesi eða Hólmavík. Þá er vegurinn svo slæmur að Vegagerðin heldur ekki uppi snjómokstri yfir háveturinn.En hvernig verður þá með aðdrætti fyrir íbúana í vetur að sækja sér matvörur? „Einhverntímann fóru menn gangandi yfir fjöll,“ svarar Gunnsteinn kíminn. „Ég held að það takist í sjálfu sér. Það er flogið á veturna og opið í Hólmavík. En þetta er bara slæm staða,“ segir Gunnsteinn. Hreppsnefnd Árneshrepps hefur í bréfi til íbúa meðal annars viðrað þann möguleika að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. Úr versluninni í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það eru önnur sveitarfélög sem hafa lent í sama barningi eins og við, að hafa ekki opna búð. Það er bara mjög óásættanlegt fyrir öll samfélög að hafa ekki búð. Þannig að fólk hefur verið að nota ýmsar aðferðir. Það er eitthvað sem við þurfum líka að kynna okkur og vita hvað hefur virkað hjá þeim, til þess að við þurfum ekki að vera að finna upp hjólið. Og við ætlum bara að gera það núna í rólegheitum. Vonandi tekst okkur bara að panta vörur á meðan. Það er enginn vandi í sjálfu sér, sko,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Neytendur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira