Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 20:05 Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. Umferð var hleypt um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998 og voru þau mikil samgöngubót og spara vegfarendur að fara tæplega 50 kílómetra um Hvalfjörð. Spölur var stofnaður utan um framkvæmdina og rekstur ganganna og hafa veggjöld staðið undir afborgunum lána vegna þeirra. Síðustu gjöldin voru innheimt í dag. Með þeim síðustu til að greiða veggjaldið voru hressar stelpur á norðurleið.Sérðu ekkert eftir þessum þúsundkalli, því það verður frítt í göngin eftir klukkan korter yfir eitt? „Jú mjög mikið. En djammið kallar á Norðurlandi.”Þannig að þú verður bara að drífa þig? „Já ég verð að drífa mig.”En þú verður fegin að borga ekki til baka? „Já reyndar. Það er mjög satt,” sagði unga konan við stýrið og var svo rokin af stað norður. Og nú þegar tuttugu ár eru liðin frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í gagnið verður loksins gjaldfrítt að fara í gegnum þau. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var sá síðast sem greiddi fyrir farið.Er þá ekki kominn tími á önnur göng? „Það styttist í önnur göng já. Það er ekki búið að ákveða það nákvæmlega en menn eru byrjaðir að undirbúa sig,” sagði Sigurður Ingi. Eftir þetta slökkti samgönguráðherra á innheimtukerfinu og stillti öll umferðarljós í gegnum innheimtuhliðin á grænt. „Það er gert. Göngin eru opnuð,” sagði samgönguráðherra þegar hann snéri þar til gerðum takka og tók við hamingjuóskum frá fulltrúum Spalar. En ráðherra færði einnig farþegum fyrsta bílsins sem ekki þurftu að greiða veggjaldið blómvönd í tilefni dagsins en það reyndust vera ungir menn, samkynhneigt par frá Ítalíu. En strákarnir voru að halda upp á afmæli annars þeirra með Íslandsferðinni. „Velkomnir til Íslands. Ég vona að þið eigið frábæra heimsókn til landsins og hér eru blóm í veganesti,” sagði Sigurður Ingi kampakátur. Luca sem ók bílnum þakkaði fyrir sig en skildi ekki strax hvað var um að vera. „Nei, eiginlega ekki. Mér skilst bara að ég sé fyrstur til einhvers,” sagði Luca og þakkaði fyrir sig. En tilefnið var síðan skýrt út fyrir honum og kærasta hans og voru þeir hinir ánægðustu. Um 36 milljónir bíla hafa staðið undir kostnaði við göngin og ráðherra segir önnur Hvalfjarðargöng á teikniborðinu. „Þetta er náttúrlega miklu, miklu meira en menn gerðu sér grein fyrir þegar þeir fóru af stað upphaflega. Þess vegna hefur gengið vel að greiða þetta niður. Umferðin hefur skilað sér þannig. En á sama hátt voru menn heldur ekki með það í huga að það þyrfti að tvöfalda þau akkúrat á sama tíma kannski eða mjög fljótlega upp úr því,” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Hvalfjarðargöng Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Sjá meira
Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. Umferð var hleypt um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998 og voru þau mikil samgöngubót og spara vegfarendur að fara tæplega 50 kílómetra um Hvalfjörð. Spölur var stofnaður utan um framkvæmdina og rekstur ganganna og hafa veggjöld staðið undir afborgunum lána vegna þeirra. Síðustu gjöldin voru innheimt í dag. Með þeim síðustu til að greiða veggjaldið voru hressar stelpur á norðurleið.Sérðu ekkert eftir þessum þúsundkalli, því það verður frítt í göngin eftir klukkan korter yfir eitt? „Jú mjög mikið. En djammið kallar á Norðurlandi.”Þannig að þú verður bara að drífa þig? „Já ég verð að drífa mig.”En þú verður fegin að borga ekki til baka? „Já reyndar. Það er mjög satt,” sagði unga konan við stýrið og var svo rokin af stað norður. Og nú þegar tuttugu ár eru liðin frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í gagnið verður loksins gjaldfrítt að fara í gegnum þau. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var sá síðast sem greiddi fyrir farið.Er þá ekki kominn tími á önnur göng? „Það styttist í önnur göng já. Það er ekki búið að ákveða það nákvæmlega en menn eru byrjaðir að undirbúa sig,” sagði Sigurður Ingi. Eftir þetta slökkti samgönguráðherra á innheimtukerfinu og stillti öll umferðarljós í gegnum innheimtuhliðin á grænt. „Það er gert. Göngin eru opnuð,” sagði samgönguráðherra þegar hann snéri þar til gerðum takka og tók við hamingjuóskum frá fulltrúum Spalar. En ráðherra færði einnig farþegum fyrsta bílsins sem ekki þurftu að greiða veggjaldið blómvönd í tilefni dagsins en það reyndust vera ungir menn, samkynhneigt par frá Ítalíu. En strákarnir voru að halda upp á afmæli annars þeirra með Íslandsferðinni. „Velkomnir til Íslands. Ég vona að þið eigið frábæra heimsókn til landsins og hér eru blóm í veganesti,” sagði Sigurður Ingi kampakátur. Luca sem ók bílnum þakkaði fyrir sig en skildi ekki strax hvað var um að vera. „Nei, eiginlega ekki. Mér skilst bara að ég sé fyrstur til einhvers,” sagði Luca og þakkaði fyrir sig. En tilefnið var síðan skýrt út fyrir honum og kærasta hans og voru þeir hinir ánægðustu. Um 36 milljónir bíla hafa staðið undir kostnaði við göngin og ráðherra segir önnur Hvalfjarðargöng á teikniborðinu. „Þetta er náttúrlega miklu, miklu meira en menn gerðu sér grein fyrir þegar þeir fóru af stað upphaflega. Þess vegna hefur gengið vel að greiða þetta niður. Umferðin hefur skilað sér þannig. En á sama hátt voru menn heldur ekki með það í huga að það þyrfti að tvöfalda þau akkúrat á sama tíma kannski eða mjög fljótlega upp úr því,” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Sjá meira