„Ég er dauðhrædd“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2018 23:15 Stóllinn sem Ford mun sitja í á morgun, andspænis öldungardeildarþingmönnum. Vísir/AP „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. Hún hefur sakað hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta um kynferðislegt ofbeldi.Yfirlýsing hennar var birt á netinu í kvöld en Ford mun bæði lesa yfirlýsinguna og svara spurningum nefndarmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh. Hún hefur sagt að hann hafi ráðist á sig í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar.Hélt að hann myndi nauðga henni Í yfirlýsingunni fer hún stuttlega yfir táningsárin og þær aðstæður sem urðu til þess að leiðir hennar og Kavanaugh sköruðust þennan dag. Segir hún að hún hafi fengið sér einn bjór í samkvæminu en Kavanaugh og vinur hans, Mike Judge, hafi verið sjáanlega ölvaðir.Brett Kavanaugh.AP/Andrew HarnikEftir að hún hafi labbað upp stiga á leið á klósett hafi henni verið ýtt inn í svefnherbergi og Kavanaugh og Judge hafi fylgt á eftir og læst herberginu. Þeir hafi svo hækkað í tónlistinni sem var í spilun í herberginu. Þar hafi henni verið ýtt ofan á rúm og Brett lagst ofan á hana.„Hann byrjaði að renna höndunum eftir líkama mínum og þrýsta mjöðmum sínum að mér“ Hann hafi svo þuklað á henni og reynt að afklæða hana.„Ég hélt að hann ætlaði að nauðga mér. Ég reyndi að öskra á hjálp en þegar ég gerði það setti Brett hendina yfir munninn á mér og kom í veg fyrir það,“ skrifar Ford. „Þetta er það sem hefur haft mest áhrif á líf mitt. Ég átti í erfiðleikum með að anda og ég hélt að Brett myndi óvart binda enda á líf mitt.“Mótmæli til stuðnings Ford hafa verið víða um Bandaríkin undanfarið.Vísir/GettyÞorði ekki að segja foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa átt bágt með að trúa ásökunum Ford, ekki síst vegna þess að hún lagði aldrei fram kæru eða kvörtun vegna hinnar meintu árásar.Konur víða um heim hafa gefið lítið fyrir slík rök og sagt að ástæður fyrir því að konur og stúlkur greini ekki frá kynferðislegu ofbeldi séu margvíslegar, það að slík árás sé ekki kærð jafngildi ekki því að slík árás hafi ekki átt sér stað. „Ég vildi ekki segja foreldrum mínum að ég, þá fimmtán ára, hafi verið í samkvæmi þar sem enginn fullorðinn var staddur, drekkandi bjór með strákum,“ skrifar Ford og segir að þar sem Kavanaugh hafi ekki nauðgað henni hafi hún sannfært sjálfa sig um að hún gæti haldið áfram og látið eins og ekkert hafi komið fyrir. Máli sínu til stuðnings hefur hún lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar frá fjórum einstaklingum þess efnis að Ford hafi, árum áður en hún steig fram opinberlega, rætt atburðina við þessa einstaklinga og að framburður hennar í þau skipti sé í samræmi við það sem hún segi núna.Bandaríkjaforseti ásamt Brett Kavanaugh.Vísir/ApTrump segir málið vera stóra og feita svikamyllu Eftir að Ford steig fram og greindi frá ásökununum í viðtali við Washington Post hafa tvær aðrar konur einnig stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Sjálfur þvertekur hann fyrir að hafa beitt slíku ofbeldi á lífsleið sinni og í yfirlýsingu sem hann mun lesa upp á morgun fyrir þingnefndinni segist hann ekki efast um að Ford hafi orðið fyrri þeirri árás sem hún lýsir, hann hafi hins ekki verið að verki. Ásakanirnar hafa sett strik í reikninginn í staðfestingarferli hans sem hæstaréttardómara og hefur verið bæði verið rætt og ritað um það að Trump muni mögulega draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Var Trump spurður um hvort að sá möguleiki væri fyrir hendi fyrr í dag. Virtist hann ekki útiloka það. „Ég ætla að fylgjast vel með á morgun, ég ætla að sjá hvað verður sagt. Það er mögulegt að þau verði sannfærandi. Það er hægt að sannfæra mig. Ég get ekki sagt til hvort þau þær séu að ljúga fyrr en ég heyri í þeim,“ sagði Trump sem bætti þó síðar við að ásakanir kvennanna væru framleiddar í pólitískum tilgangi af demókrötum í „stórri og feitri svikamyllu“."It wouldn’t have mattered if the FBI came back with the cleanest score" on Kavanaugh, Trump says. Democrats “know it’s a big, fat con job. They go into a room, and I guarantee you they laugh like hell at what they pulled off on you and the public” #tictocnewspic.twitter.com/Ey1duBILze — TicToc by Bloomberg (@tictoc) September 26, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
„Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. Hún hefur sakað hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta um kynferðislegt ofbeldi.Yfirlýsing hennar var birt á netinu í kvöld en Ford mun bæði lesa yfirlýsinguna og svara spurningum nefndarmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh. Hún hefur sagt að hann hafi ráðist á sig í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar.Hélt að hann myndi nauðga henni Í yfirlýsingunni fer hún stuttlega yfir táningsárin og þær aðstæður sem urðu til þess að leiðir hennar og Kavanaugh sköruðust þennan dag. Segir hún að hún hafi fengið sér einn bjór í samkvæminu en Kavanaugh og vinur hans, Mike Judge, hafi verið sjáanlega ölvaðir.Brett Kavanaugh.AP/Andrew HarnikEftir að hún hafi labbað upp stiga á leið á klósett hafi henni verið ýtt inn í svefnherbergi og Kavanaugh og Judge hafi fylgt á eftir og læst herberginu. Þeir hafi svo hækkað í tónlistinni sem var í spilun í herberginu. Þar hafi henni verið ýtt ofan á rúm og Brett lagst ofan á hana.„Hann byrjaði að renna höndunum eftir líkama mínum og þrýsta mjöðmum sínum að mér“ Hann hafi svo þuklað á henni og reynt að afklæða hana.„Ég hélt að hann ætlaði að nauðga mér. Ég reyndi að öskra á hjálp en þegar ég gerði það setti Brett hendina yfir munninn á mér og kom í veg fyrir það,“ skrifar Ford. „Þetta er það sem hefur haft mest áhrif á líf mitt. Ég átti í erfiðleikum með að anda og ég hélt að Brett myndi óvart binda enda á líf mitt.“Mótmæli til stuðnings Ford hafa verið víða um Bandaríkin undanfarið.Vísir/GettyÞorði ekki að segja foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa átt bágt með að trúa ásökunum Ford, ekki síst vegna þess að hún lagði aldrei fram kæru eða kvörtun vegna hinnar meintu árásar.Konur víða um heim hafa gefið lítið fyrir slík rök og sagt að ástæður fyrir því að konur og stúlkur greini ekki frá kynferðislegu ofbeldi séu margvíslegar, það að slík árás sé ekki kærð jafngildi ekki því að slík árás hafi ekki átt sér stað. „Ég vildi ekki segja foreldrum mínum að ég, þá fimmtán ára, hafi verið í samkvæmi þar sem enginn fullorðinn var staddur, drekkandi bjór með strákum,“ skrifar Ford og segir að þar sem Kavanaugh hafi ekki nauðgað henni hafi hún sannfært sjálfa sig um að hún gæti haldið áfram og látið eins og ekkert hafi komið fyrir. Máli sínu til stuðnings hefur hún lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar frá fjórum einstaklingum þess efnis að Ford hafi, árum áður en hún steig fram opinberlega, rætt atburðina við þessa einstaklinga og að framburður hennar í þau skipti sé í samræmi við það sem hún segi núna.Bandaríkjaforseti ásamt Brett Kavanaugh.Vísir/ApTrump segir málið vera stóra og feita svikamyllu Eftir að Ford steig fram og greindi frá ásökununum í viðtali við Washington Post hafa tvær aðrar konur einnig stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Sjálfur þvertekur hann fyrir að hafa beitt slíku ofbeldi á lífsleið sinni og í yfirlýsingu sem hann mun lesa upp á morgun fyrir þingnefndinni segist hann ekki efast um að Ford hafi orðið fyrri þeirri árás sem hún lýsir, hann hafi hins ekki verið að verki. Ásakanirnar hafa sett strik í reikninginn í staðfestingarferli hans sem hæstaréttardómara og hefur verið bæði verið rætt og ritað um það að Trump muni mögulega draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Var Trump spurður um hvort að sá möguleiki væri fyrir hendi fyrr í dag. Virtist hann ekki útiloka það. „Ég ætla að fylgjast vel með á morgun, ég ætla að sjá hvað verður sagt. Það er mögulegt að þau verði sannfærandi. Það er hægt að sannfæra mig. Ég get ekki sagt til hvort þau þær séu að ljúga fyrr en ég heyri í þeim,“ sagði Trump sem bætti þó síðar við að ásakanir kvennanna væru framleiddar í pólitískum tilgangi af demókrötum í „stórri og feitri svikamyllu“."It wouldn’t have mattered if the FBI came back with the cleanest score" on Kavanaugh, Trump says. Democrats “know it’s a big, fat con job. They go into a room, and I guarantee you they laugh like hell at what they pulled off on you and the public” #tictocnewspic.twitter.com/Ey1duBILze — TicToc by Bloomberg (@tictoc) September 26, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17
Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49