Fótbolti

Guðmundur hafði betur gegn Arnóri í toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur fagnar marki í leik eð Norrköping.
Guðmundur fagnar marki í leik eð Norrköping. vísir/getty
Guðmundur Þórarinsson hafði betur gegn Arnóri Ingva Traustasyni í viðureign Íslendinganna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Norrköping vann 3-1 sigur á Malmö en þrjú af mörkunum fjórum komu á fyrsta hálftímanum, þar af tvö þeirra úr vítaspyrnum.

Bæði Guðmundur og Arnór spiluðu allan leikinn fyrir sín lið en Norrköping er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir AIK.

Malmö er hins vegar í fjórða sætinu með 43 stig, nú fimm stigum á eftir Norrköping og sjö stigum á eftir toppliði AIK.

Kristján Flóki Finnbogason lék fyrsta klukkutímann er Brommapojkarna tapaði 3-1 fyrir Öserstunds á útivelli.

Brommapojkarna er í fjórtánda sæti deildarinnar á markatölu, umspilssæti um fall er sex leikir eru efir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×