Elding kubbaði niður sex rafmagnsstaura Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2018 20:30 „Þetta var eins og eldhnöttur“, segir Oddleifur Þorsteinsson bóndi á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum, sem varð vitni af því þegar eldingu laust niður í rafmagnsstaura með þeim afleiðingum að sex þeirra brotnuðu og rafmagn fór af nokkrum bæjum. Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum. Einn af bændunum í Haukholtum stóð úti á hlaði og sá eldinguna. „Þetta var eins og eldhnöttur, vikilega stórt bolti, ég hef aldrei séð svona áður, ekki nokkurn tímann“, segir Oddleifur. „Svona skeður í mínu minni á tuttugu ára fresti. Þetta skeði fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja hjá Rarik og þetta skeði fyrir tuttugu árum og svo er þetta núna, en ég næ því kannski ekki næst“, segir Björn Heiðrekur Eiríksson starfsmaður Rarik á Suðurlandi og bætir því við að atburður sem þessi sé frekar óvenjulegur.Starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum í dag og skiptu út þeim sex staurum fyrir nýja sem skemmdist í eldingunni.Vísir/Magnús Hlynur„Eldingin leitar sér beinustu leið til jarðar og hérna hefur verið styst til jarðar hjá eldingunni,“ bætir Björn við. Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, bóndi í Haukholtum var heima í bæ þegar rafmagnið fór af vegna eldingarinnar.„Ég hélt fyrst að einhver hefði hleypt af byssu á hlaðinu en svo kom hljóðið aðeins fyrr og í kjölfarið blossarnir. Svo fór að neista út úr innstungum og ljósaperur voru eins og þær væru að springa, það blossaði í þeim. Þetta var dálítið súralaískt, maður hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast“.Steinunn Lilja segir að eftir atburði gærdagsins verði að leggja alla áherslu á að koma rafmagninu í jörð og þá helst þriggja fasa rafmagni. Hrunamannahreppur Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
„Þetta var eins og eldhnöttur“, segir Oddleifur Þorsteinsson bóndi á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum, sem varð vitni af því þegar eldingu laust niður í rafmagnsstaura með þeim afleiðingum að sex þeirra brotnuðu og rafmagn fór af nokkrum bæjum. Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum. Einn af bændunum í Haukholtum stóð úti á hlaði og sá eldinguna. „Þetta var eins og eldhnöttur, vikilega stórt bolti, ég hef aldrei séð svona áður, ekki nokkurn tímann“, segir Oddleifur. „Svona skeður í mínu minni á tuttugu ára fresti. Þetta skeði fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja hjá Rarik og þetta skeði fyrir tuttugu árum og svo er þetta núna, en ég næ því kannski ekki næst“, segir Björn Heiðrekur Eiríksson starfsmaður Rarik á Suðurlandi og bætir því við að atburður sem þessi sé frekar óvenjulegur.Starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum í dag og skiptu út þeim sex staurum fyrir nýja sem skemmdist í eldingunni.Vísir/Magnús Hlynur„Eldingin leitar sér beinustu leið til jarðar og hérna hefur verið styst til jarðar hjá eldingunni,“ bætir Björn við. Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, bóndi í Haukholtum var heima í bæ þegar rafmagnið fór af vegna eldingarinnar.„Ég hélt fyrst að einhver hefði hleypt af byssu á hlaðinu en svo kom hljóðið aðeins fyrr og í kjölfarið blossarnir. Svo fór að neista út úr innstungum og ljósaperur voru eins og þær væru að springa, það blossaði í þeim. Þetta var dálítið súralaískt, maður hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast“.Steinunn Lilja segir að eftir atburði gærdagsins verði að leggja alla áherslu á að koma rafmagninu í jörð og þá helst þriggja fasa rafmagni.
Hrunamannahreppur Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira