Kringlan verður „stafræn verslunarmiðstöð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2018 10:53 Í Kringlunni eru starfræktar yfir 170 verslanir, fjöldi veitingahúsa og kvikmyndahú Vísir/Vilhelm Stjórnendur Kringlunnar vinna nú að því að gera tækninni hærra undir höfði í starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar. Markmiðið, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er að verða það sem þau kalla „stafræn verslunarmiðstöð.“ Til að mynda sé ætlunin að viðskiptavinir geti nálgast upplýsingar um allar þær vörur sem fáanlegar eru í verslunarmiðstöðinni á heimasíðu Kringlunnar. Þá verða settir upp gagnvirkir upplýsingaskjáir í Kringlunni þar sem hægt verður að nálgast margvíslegar upplýsingar, til að mynda hvar hægt sé að fá tilteknar vörur. Sigurjón segir að markmiðið sé að koma til móts við breytta kauphegðun fólks. Sífellt stærri hluti verslunar fer fram á netinu, eins og ný skýrsla Rannsóknarseturs verslunarinnar ber með sér. Engu að síður eigi kaupmennska sér áfram framtíð í „áþreifanlegum verslunum“ (e. brick and mortar), stafræn sókn Kringlunnar sé þannig tilraun til að samþætta þessa tvo anga verslunarinnar. „Þegar fólk leitar sér að vörum, eins og buxum eða skóm, hefst leitin yfirleitt á Google. Það sem gerist með því að Kringlan verður stafræn er að hún verður hluti af þessari leit fólks á netinu, sem hún er ekki í dag,“ útskýrir Sigurjón. Þannig muni fólk geta séð hvort þær vörur sem það leitar að séu fáanlegar í Kringlunni. „Í dag færðu ekki það safn af vörum sem til eru í húsinu, undir hatti Kringlunnar. Því ætlum við að breyta,“ segir Sigurjón.Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.VísirÍ fyllingu tímans munu kaupmenn í Kringlunni fá aðgang að gagnagrunni þangað sem þeir geta sett inn vörur sínar. Þær munu síðan birtast á heimasíðu Kringlunnar. Leiti fólk til að mynda að svörtum skóm á vefsíðunni muni það fá upplýsingar um alla svarta skó, í öllum verslunum Kringlunnar. Þegar fólk smellir svo á það skópar sem því líst best á er það sent inn á vefsvæði viðeigandi verslunar. Sigurjón segir að í framtíðinni stefni Kringlan þó að því að viðskiptavinir geti klárað kaupin inni á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar. Ætla má að fjöldi vara sem sjáanlegur er á heimasíðu Kringlunnar muni ráðast á þátttöku kaupmannanna. Sigurjón undirstrikar þó að ávinningurinn fyrir viðskiptavini og kaupmenn sé gagnkvæmur. „Við erum að auðvelda báðum lífið; kaupmönnum að koma vörum á framfæri og viðskiptavininum að sjá vöruúrvalið og geta valið úr.“ Þá segir Sigurjón að húsið sjálft muni einnig taka á sig gagnvirka og stafræna mynd. Þannig verður komið upp skjám í Kringlunni þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar um þær vörur sem fáanlegar eru hverju sinni í húsinu. Þar að auki munu skjáir auðvelda fólki að komast leiðar sinnar í Kringlunni. Stefnumótun um stafræna stefnu Kringlunnar var kynnt rekstraraðilum í fyrradag en ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær áætlað sé að hún verði komin að fullu í gagnið. Neytendur Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Stjórnendur Kringlunnar vinna nú að því að gera tækninni hærra undir höfði í starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar. Markmiðið, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er að verða það sem þau kalla „stafræn verslunarmiðstöð.“ Til að mynda sé ætlunin að viðskiptavinir geti nálgast upplýsingar um allar þær vörur sem fáanlegar eru í verslunarmiðstöðinni á heimasíðu Kringlunnar. Þá verða settir upp gagnvirkir upplýsingaskjáir í Kringlunni þar sem hægt verður að nálgast margvíslegar upplýsingar, til að mynda hvar hægt sé að fá tilteknar vörur. Sigurjón segir að markmiðið sé að koma til móts við breytta kauphegðun fólks. Sífellt stærri hluti verslunar fer fram á netinu, eins og ný skýrsla Rannsóknarseturs verslunarinnar ber með sér. Engu að síður eigi kaupmennska sér áfram framtíð í „áþreifanlegum verslunum“ (e. brick and mortar), stafræn sókn Kringlunnar sé þannig tilraun til að samþætta þessa tvo anga verslunarinnar. „Þegar fólk leitar sér að vörum, eins og buxum eða skóm, hefst leitin yfirleitt á Google. Það sem gerist með því að Kringlan verður stafræn er að hún verður hluti af þessari leit fólks á netinu, sem hún er ekki í dag,“ útskýrir Sigurjón. Þannig muni fólk geta séð hvort þær vörur sem það leitar að séu fáanlegar í Kringlunni. „Í dag færðu ekki það safn af vörum sem til eru í húsinu, undir hatti Kringlunnar. Því ætlum við að breyta,“ segir Sigurjón.Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.VísirÍ fyllingu tímans munu kaupmenn í Kringlunni fá aðgang að gagnagrunni þangað sem þeir geta sett inn vörur sínar. Þær munu síðan birtast á heimasíðu Kringlunnar. Leiti fólk til að mynda að svörtum skóm á vefsíðunni muni það fá upplýsingar um alla svarta skó, í öllum verslunum Kringlunnar. Þegar fólk smellir svo á það skópar sem því líst best á er það sent inn á vefsvæði viðeigandi verslunar. Sigurjón segir að í framtíðinni stefni Kringlan þó að því að viðskiptavinir geti klárað kaupin inni á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar. Ætla má að fjöldi vara sem sjáanlegur er á heimasíðu Kringlunnar muni ráðast á þátttöku kaupmannanna. Sigurjón undirstrikar þó að ávinningurinn fyrir viðskiptavini og kaupmenn sé gagnkvæmur. „Við erum að auðvelda báðum lífið; kaupmönnum að koma vörum á framfæri og viðskiptavininum að sjá vöruúrvalið og geta valið úr.“ Þá segir Sigurjón að húsið sjálft muni einnig taka á sig gagnvirka og stafræna mynd. Þannig verður komið upp skjám í Kringlunni þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar um þær vörur sem fáanlegar eru hverju sinni í húsinu. Þar að auki munu skjáir auðvelda fólki að komast leiðar sinnar í Kringlunni. Stefnumótun um stafræna stefnu Kringlunnar var kynnt rekstraraðilum í fyrradag en ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær áætlað sé að hún verði komin að fullu í gagnið.
Neytendur Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira