Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2018 07:17 Padma Lakshmi er líklega þekktust fyrir að stýra sjónvarpsþáttunum Top Chef. Vísir/getty Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. Hún segir ásakanir á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefnis Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera kveikjuna að skrifunum. Lakshmi er 48 ára gömul og segir í pistlinum að þáverandi kærasti hafi nauðgað henni fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Í kjölfarið hafi henni fundist sem nauðgunin væri henni að kenna og þá segist hún skilja hvers vegna konur segi ekki frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar.„Þetta verður bara vont í smá stund“ Lakshmi var 16 ára og kærastinn 23 ára þegar þau byrjuðu að hittast. Hún segir að kvöldið sem hann nauðgaði sér hafi hún gist í íbúð hans, sofnað og hrokkið upp með hann ofan á sér. „Ég spurði: „Hvað ertu að gera?“ Hann sagði: „Þetta verður bara vont í smá stund.“ „Gerðu það, ekki gera þetta,“ öskraði ég. […] Eftir að hann hafði lokið sér af sagði hann: „Ég hélt það yrði ekki eins sárt ef þú værir sofandi“.“ Lakshmi sagði aldrei neinum frá atvikinu, hvorki fjölskyldu sinni né lögreglu, þar sem hún byrjaði fljótlega að finna fyrir þrúgandi skömm. Lakshmi setur tilfinningar sínar í samhengi við ásakanir Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez á hendur Brett Kavanaugh, og þá enn fremur viðbrögð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við ásökununum. Lakshmi vísar sérstaklega í tíst Trumps sem birt var á föstudag. Þar fullyrti forsetinn að Ford hefði án efa tilkynnt árás Kavanaugh til lögreglu, hefði ofbeldið verið jafnslæmt og hún lýsir því. Þá krafði Trump hana um gögn málsins. Myllumerkinu #WhyIDidntReport eða „þess vegna lagði ég ekki fram kæru“ var hleypt af stokkunum í kjölfar ummæla forsetans, líkt og greint var frá á Vísi um helgina.I have no doubt that, if the attack on Dr. Ford was as bad as she says, charges would have been immediately filed with local Law Enforcement Authorities by either her or her loving parents. I ask that she bring those filings forward so that we can learn date, time, and place!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 „Ég skil hvers vegna konurnar sögðu engum frá þessu í svona mörg ár, án þess að tilkynna neitt til lögreglu. Ég gerði hið sama um margra ára skeið,“ segir Lakshmi og svarar þar áðurnefndu tísti forsetans. Bæði Ford og Ramirez saka Kavanaugh um að hafa brotið á sér á níunda áratug síðustu aldar. Ford og Kavanaugh munu bæði bera vitni á fundi dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun vegna málsins. Kavanaugh segir ásakanir beggja kvenna rógburð. Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Konur sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi svara Trump með nýju myllumerki í ætt við MeToo Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport 23. september 2018 21:00 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. Hún segir ásakanir á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefnis Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera kveikjuna að skrifunum. Lakshmi er 48 ára gömul og segir í pistlinum að þáverandi kærasti hafi nauðgað henni fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Í kjölfarið hafi henni fundist sem nauðgunin væri henni að kenna og þá segist hún skilja hvers vegna konur segi ekki frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar.„Þetta verður bara vont í smá stund“ Lakshmi var 16 ára og kærastinn 23 ára þegar þau byrjuðu að hittast. Hún segir að kvöldið sem hann nauðgaði sér hafi hún gist í íbúð hans, sofnað og hrokkið upp með hann ofan á sér. „Ég spurði: „Hvað ertu að gera?“ Hann sagði: „Þetta verður bara vont í smá stund.“ „Gerðu það, ekki gera þetta,“ öskraði ég. […] Eftir að hann hafði lokið sér af sagði hann: „Ég hélt það yrði ekki eins sárt ef þú værir sofandi“.“ Lakshmi sagði aldrei neinum frá atvikinu, hvorki fjölskyldu sinni né lögreglu, þar sem hún byrjaði fljótlega að finna fyrir þrúgandi skömm. Lakshmi setur tilfinningar sínar í samhengi við ásakanir Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez á hendur Brett Kavanaugh, og þá enn fremur viðbrögð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við ásökununum. Lakshmi vísar sérstaklega í tíst Trumps sem birt var á föstudag. Þar fullyrti forsetinn að Ford hefði án efa tilkynnt árás Kavanaugh til lögreglu, hefði ofbeldið verið jafnslæmt og hún lýsir því. Þá krafði Trump hana um gögn málsins. Myllumerkinu #WhyIDidntReport eða „þess vegna lagði ég ekki fram kæru“ var hleypt af stokkunum í kjölfar ummæla forsetans, líkt og greint var frá á Vísi um helgina.I have no doubt that, if the attack on Dr. Ford was as bad as she says, charges would have been immediately filed with local Law Enforcement Authorities by either her or her loving parents. I ask that she bring those filings forward so that we can learn date, time, and place!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 „Ég skil hvers vegna konurnar sögðu engum frá þessu í svona mörg ár, án þess að tilkynna neitt til lögreglu. Ég gerði hið sama um margra ára skeið,“ segir Lakshmi og svarar þar áðurnefndu tísti forsetans. Bæði Ford og Ramirez saka Kavanaugh um að hafa brotið á sér á níunda áratug síðustu aldar. Ford og Kavanaugh munu bæði bera vitni á fundi dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun vegna málsins. Kavanaugh segir ásakanir beggja kvenna rógburð.
Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Konur sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi svara Trump með nýju myllumerki í ætt við MeToo Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport 23. september 2018 21:00 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37
Konur sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi svara Trump með nýju myllumerki í ætt við MeToo Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport 23. september 2018 21:00
Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49