Innlent

Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni

Birgir Olgeirsson skrifar
Hannes Hólmsteinn afhendir Bjarna Benediktssyni skýrsluna.
Hannes Hólmsteinn afhendir Bjarna Benediktssyni skýrsluna. Stjórnarráðið
Beiting hryðjuverkalaganna bresku 8. október árið 2008 gegn Landsbankanum, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu var ruddaleg og óþörf aðgerð. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna skýrslu dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins árið 2008 sem hann vann fyrir fjármálaráðuneytið. 

Hann afhenti Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra skýrsluna í dag.

Í skýrslunni er haft Mervyn King lávarði, fyrrverandi seðlabankastjóra Breta, að þessi aðgerð hafi verið Bretum til skammar.

Er það mat Hannesar að því markmiði að koma í veg fyrir ólöglega fjármagnsflutninga hefði mátt ná með tilskipun, sem breska fjármálaeftirlitið gaf út til útibús Landsbankans í Lundúnum 3. október árið 2008. 

Hannes Hólmsteinn prófessor. Vísir/Stefán
Segir Hannes bresk yfirvöld skulda íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni vegna beitingar hryðjuverkalaganna og framgöngunnar í Icesave-málinu.

Hannes hefur unnið að gerð skýrslunnar í fjögur ár eftir að Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra fól Hannesi að stýra rannsóknarverkefninu í júlí árið 2014.

Var upphaflega áætlað að verklok yrðu í byrjun september 2015 en útgáfu hennar var frestað í einhvern tíma. Áætlaður kostnaður við verkefnið var metinn um tíu milljónir króna við upphaf þessarar rannsóknar prófessorsins.

Skýrsluna í heild sinni má finna í viðhengi hér fyrir neðan. 

Tengd skjöl

Skýrsla Hannesar Hólmsteins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×