Sport

Allt í rugli hjá Steelers sem vann samt leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brown fagnar snertimarki sínu í nótt.
Brown fagnar snertimarki sínu í nótt. vísir/getty
Það hefur mikið gengið á utan vallar hjá Pittsburgh Steelers í vetur en í nótt náði liðið að þjappa sér saman inn á vellinum og vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu.

Þá fór liðið í sólina til Tampa Bay og vann sætan sigur, 27-30, á sjóðheitum sjóræningjum. LeVeon Bell er ekki enn farinn að spila fyrir Steelers og óljóst hvort hann gerir það. Antonio Brown var með vesen í upphafi vikunnar og svo átti þjálfarinn Mike Tomlin að hafa tapað klefanum. Það var ekki að sjá í nótt.

Stóri Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, kláraði 30 af 38 sendingum sínum fyrir 353 jördum og 3 snertimörkum. Hann kastaði svo einum bolta frá sér. Ben í banastuði.





Antonio Brown mætti ekki á æfingar í upphafi vikunnar en hann skoraði frábært snertimark í leiknum. Ungstirnið JuJu Smith-Schuster átti enn einn 100 jarda leikinn en að þessu sinni greip hann 9 bolta fyrir 116 jördum.







Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Bucs, hefur verið ótrúlegur í upphafi leiktíðar og hann skilaði stórum tölum enn eina ferðina en gerði stór mistök sem kostuðu liðið stig.

Fitzpatrick, sem þeir eru byrjaðir að kalla Fitzmagic, kláraði 30 af 50 sendingum sínum fyrir 411 jördum. Hann hefur farið yfir 400 jardana í öllum þremur leikjum tímabilsins.





Hann kastaði fyrir þremur snertimörkum en það reyndist líka dýrt að hann kastaði þremur boltum frá sér að þessu sinni. Útherjinn Mike Evans geggjaður með 137 jarda og eitt snertimark á sex gripnum boltum.
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×