Sárvantar fagfólk á Landspítala Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2018 19:53 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. Um tvö hundruð manns bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og farið er að bera á ákveðnu vonleysi hjá starfsfólki vegna vandans, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Landspítalinn sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að forgangsraðað væri á bráðamóttöku vegna álags. Í morgun var ekki hægt að taka á móti 38 einstaklingum sem þurftu innlögn á Landsspítalann. Þá eru 40 rúm eru lokuð vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Loks er ekki hægt að útskrifa stóran hóp fólks vegna skorts á hjúkrunarheimilum að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs. „131 einstaklingur sem annars vegar er á biðdeild, sem er þá Vífilsstaðir eða biðdeildin á Akranesi. Síðan eru 66 sjúklingar sem bíða á bráðadeildunum eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Þetta er hluti af vandanum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. „Annað er líka mönnun. Það hefur komið ítrekað fram í fjölmiðlum. Það er skortur á fagfólki. Sérstaklega hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er mikil vöntun á þessum stéttum og það gefur í ef eitthvað er.“ Haustið hefur verið óvenju erfitt á Landspítalanum og segir Guðlaug margar ástæður fyrir því. Þjóðin sé að eldast og það séu of fáir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar að útskrifast. Allt samfélagið þurfi að taka á þessum vanda. Guðlaug segir þetta vanda spítalans í heild. „Ég veit ekki til þess að nein deild sé undanskilin. Við erum öll að takast á við þetta verkefni.“ Hún segir gríðarlegt álag á starfsfólk. „Þetta hefur þau áhrif að fólk, ég myndi ekki segja örmagnast, en það verður svona ákveðið vonleysi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. Um tvö hundruð manns bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og farið er að bera á ákveðnu vonleysi hjá starfsfólki vegna vandans, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Landspítalinn sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að forgangsraðað væri á bráðamóttöku vegna álags. Í morgun var ekki hægt að taka á móti 38 einstaklingum sem þurftu innlögn á Landsspítalann. Þá eru 40 rúm eru lokuð vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Loks er ekki hægt að útskrifa stóran hóp fólks vegna skorts á hjúkrunarheimilum að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs. „131 einstaklingur sem annars vegar er á biðdeild, sem er þá Vífilsstaðir eða biðdeildin á Akranesi. Síðan eru 66 sjúklingar sem bíða á bráðadeildunum eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Þetta er hluti af vandanum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. „Annað er líka mönnun. Það hefur komið ítrekað fram í fjölmiðlum. Það er skortur á fagfólki. Sérstaklega hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er mikil vöntun á þessum stéttum og það gefur í ef eitthvað er.“ Haustið hefur verið óvenju erfitt á Landspítalanum og segir Guðlaug margar ástæður fyrir því. Þjóðin sé að eldast og það séu of fáir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar að útskrifast. Allt samfélagið þurfi að taka á þessum vanda. Guðlaug segir þetta vanda spítalans í heild. „Ég veit ekki til þess að nein deild sé undanskilin. Við erum öll að takast á við þetta verkefni.“ Hún segir gríðarlegt álag á starfsfólk. „Þetta hefur þau áhrif að fólk, ég myndi ekki segja örmagnast, en það verður svona ákveðið vonleysi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira