Íslenski boltinn

Óli Palli: Við mættum ekki klárir og það þýðir bara dauði

Þór Símon Hafþórsson á Extra vellinum skrifar
Ólafur Páll og lærisveinar hans eru fallnir
Ólafur Páll og lærisveinar hans eru fallnir vísir/bára
Fjölnir er fallinn úr efstu deild karla í fótbolta eftir 2-0 tap gegn Breiðabliki í Pepsi deild karla í dag. 

„Þeir voru töluvert sterkari en við í fyrri hálfleik. Lélegt af okkur að mæta svona til leiks. Sérstaklega þegar svona mikið liggur við,“ sagði hundfúll Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, eftir tapið í dag.

Á meðan Fjölnir tapaði náði Fylkir í jafntefli gegn KR og það þýðir að lið Fjölnis er nú fallið úr Pepsi deild karla.

„Þetta var upp á líf og dauða fyrir okkur. Ef við mætum ekki klárir þá þýðir það bara dauði. Sem virðist vera rauninn,“ sagði Ólafur.

Aðspurður hvort hann ætlaði að vera áfram með liðið næsta sumar sagði hann ekki tímabært að hugsa um það.

„Ég er ekkert að pæla í því. Ekki fjórum sekúndum eftir að við föllum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×