Böl þjóðar Sævar Þór Jónsson skrifar 23. september 2018 16:27 Eitt af því sem er sérstakt við íslenskt samfélag nú á dögum er hvað þjóðin er fljót að aðlagast og taka upp ný viðmið í hinum ýmsu málum. Ekki verður þar með sagt að þetta sé alltaf af hinu góða. Staðreyndin er jú sú að það er margt sem hefur farið úrskeiðis á undanförnum árum í sálarlífi þjóðar okkar og var það sérstaklega áberandi eftir stóra efnahagshrunið fyrir 10 árum síðan. Heiftin og reiðin, sem þá spratt upp, er enn við lýði. Margir ganga í gegnum daglegt líf með því viðmiði að láta engan valta yfir sig og endurspeglast það í hinum ýmsu deilum nú orðið í t.d. réttarkerfi okkar þar sem menn deila fyrir dómstólum um hvaða eina smáatriði, rafmagnstengingar fyrir rafmagnsbíla í fjölbýlishúsum eða samskipti milli fólks almennt á hinum ýmsu sviðum. Heiftin er meira áberandi en áður. Sundrung þjóðar er staðreynd enda fóru mjög margir illa út úr hruninu. Umræðan um hin ýmsu málefni og einstaklinga hefur líkað harnað og eru hlutir oftar en ekki persónugerðir og þeir sem þora að hafa skoðanir fá það óþvegið af dómstóli götunnar. Það er sem sagt ekkert umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og áherslum í samfélaginu. Mér þykir t.d. afar mikilvægt að þeir sem hafa aðrar skoðanir en ég fái að ræða þær opinberlega því þá er einmitt hægt að taka upp gagnrýna og málefnalega umræðu um það sem skiptir máli í samfélaginu. Það verður hins vegar ekki gert ef dómstóll götunnar á sífellt að stýra umræðunni með ofsóknum á hendur þeim sem falla ekki í mótið. Sem samkynhneigður einstaklingur þykir mér t.d. miður hvað er sótt vitlaust að þeim sem tala gegn samkynhneigð, það að ráðast á persónur slíkra aðila er ekki rétt aðferðafræði við að uppræta fordóma né þróa umræðuna með því móti að hægt sé að vinna á fordómum og fáfræði. Fordæming persóna er ekki aðferð sem gengur til lengdar í upprætingu fordóma og haturs. En þetta á ekki aðeins við um almenning heldur virðist heiftin hafa tekið sér bólfestu í lykilstofnunum samfélagsins. Til dæmis ef horft er til kirkjunnar þá virðist allt vera þar í uppnámi, innbyrgðis deilur og ásakanir eru nánast daglegt brauð. Prestar deila á kirkjuna fyrir það að bjóða upp á lélega húsakosti, óuppgerð mál varðandi kynferðisbrot eru sífellt að koma upp og Biskup ásakaður um að taka ekki á málum af staðfestu og dug. Þá eru sumir prestar kirkjunnar sem ala á hatri og fordæmingu og ganga erinda dómsstóls götunnar. Kannski ekkert skrítið þegar horft er til þess hversu sundruð þjóðin er í reynd. Þá er pólitíkin ekkert betri. Það er eitthvað sem vantar í þetta allt og margt sem við í reynd höfum misst sem þjóð þegar kemur að samkennd og samvinnu. Það vitum við sem fylgjumst með þjóðfélagsumræðunni að komandi vetur verður erfiður þegar kemur að sátt á vinnumarkaði en hvernig ætli það sé að fara inn í kjaraviðræður þegar bæði alþingismenn og stjórnendur stórfyrirtækja og ýmsir embættismenn hafa gert verulega vel við sig. Það að segja almenningi að gæta sín í kröfum sínum varðandi launahækkanir en um leið að skaffa sér sjálfum meira er ekki rétta aðferðafærðin þegar kemur að sátt á vinnumarkaði. Hér er talað um að allt sé í uppgangi en staðreyndin er sú að þjóðin er sundruð og það að búa til sættir krefst fórna allra ekki bara almennings. Það er alveg ljóst þegar horft er yfir aðstæður í samfélaginu að við sem þjóð verðum að ná nýrri þjóðarsátt í ýmsu málum. Við verðum að stilla okkur af og ganga hreint til verka. Við verðum að taka til í samfélaginu, taka til í óreiðunni í stjórnmálunum og fara að ná sátt milli þjóðarinnar í heild, milli stjórnmálamanna og almennings og milli stétta almennt. Þar verðum við sem þjóð að hafa stjórnmálamenn sem kunna til verka og sýna af sér gott fordæmi og taka á málum af festu. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sævar Þór Jónsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem er sérstakt við íslenskt samfélag nú á dögum er hvað þjóðin er fljót að aðlagast og taka upp ný viðmið í hinum ýmsu málum. Ekki verður þar með sagt að þetta sé alltaf af hinu góða. Staðreyndin er jú sú að það er margt sem hefur farið úrskeiðis á undanförnum árum í sálarlífi þjóðar okkar og var það sérstaklega áberandi eftir stóra efnahagshrunið fyrir 10 árum síðan. Heiftin og reiðin, sem þá spratt upp, er enn við lýði. Margir ganga í gegnum daglegt líf með því viðmiði að láta engan valta yfir sig og endurspeglast það í hinum ýmsu deilum nú orðið í t.d. réttarkerfi okkar þar sem menn deila fyrir dómstólum um hvaða eina smáatriði, rafmagnstengingar fyrir rafmagnsbíla í fjölbýlishúsum eða samskipti milli fólks almennt á hinum ýmsu sviðum. Heiftin er meira áberandi en áður. Sundrung þjóðar er staðreynd enda fóru mjög margir illa út úr hruninu. Umræðan um hin ýmsu málefni og einstaklinga hefur líkað harnað og eru hlutir oftar en ekki persónugerðir og þeir sem þora að hafa skoðanir fá það óþvegið af dómstóli götunnar. Það er sem sagt ekkert umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og áherslum í samfélaginu. Mér þykir t.d. afar mikilvægt að þeir sem hafa aðrar skoðanir en ég fái að ræða þær opinberlega því þá er einmitt hægt að taka upp gagnrýna og málefnalega umræðu um það sem skiptir máli í samfélaginu. Það verður hins vegar ekki gert ef dómstóll götunnar á sífellt að stýra umræðunni með ofsóknum á hendur þeim sem falla ekki í mótið. Sem samkynhneigður einstaklingur þykir mér t.d. miður hvað er sótt vitlaust að þeim sem tala gegn samkynhneigð, það að ráðast á persónur slíkra aðila er ekki rétt aðferðafræði við að uppræta fordóma né þróa umræðuna með því móti að hægt sé að vinna á fordómum og fáfræði. Fordæming persóna er ekki aðferð sem gengur til lengdar í upprætingu fordóma og haturs. En þetta á ekki aðeins við um almenning heldur virðist heiftin hafa tekið sér bólfestu í lykilstofnunum samfélagsins. Til dæmis ef horft er til kirkjunnar þá virðist allt vera þar í uppnámi, innbyrgðis deilur og ásakanir eru nánast daglegt brauð. Prestar deila á kirkjuna fyrir það að bjóða upp á lélega húsakosti, óuppgerð mál varðandi kynferðisbrot eru sífellt að koma upp og Biskup ásakaður um að taka ekki á málum af staðfestu og dug. Þá eru sumir prestar kirkjunnar sem ala á hatri og fordæmingu og ganga erinda dómsstóls götunnar. Kannski ekkert skrítið þegar horft er til þess hversu sundruð þjóðin er í reynd. Þá er pólitíkin ekkert betri. Það er eitthvað sem vantar í þetta allt og margt sem við í reynd höfum misst sem þjóð þegar kemur að samkennd og samvinnu. Það vitum við sem fylgjumst með þjóðfélagsumræðunni að komandi vetur verður erfiður þegar kemur að sátt á vinnumarkaði en hvernig ætli það sé að fara inn í kjaraviðræður þegar bæði alþingismenn og stjórnendur stórfyrirtækja og ýmsir embættismenn hafa gert verulega vel við sig. Það að segja almenningi að gæta sín í kröfum sínum varðandi launahækkanir en um leið að skaffa sér sjálfum meira er ekki rétta aðferðafærðin þegar kemur að sátt á vinnumarkaði. Hér er talað um að allt sé í uppgangi en staðreyndin er sú að þjóðin er sundruð og það að búa til sættir krefst fórna allra ekki bara almennings. Það er alveg ljóst þegar horft er yfir aðstæður í samfélaginu að við sem þjóð verðum að ná nýrri þjóðarsátt í ýmsu málum. Við verðum að stilla okkur af og ganga hreint til verka. Við verðum að taka til í samfélaginu, taka til í óreiðunni í stjórnmálunum og fara að ná sátt milli þjóðarinnar í heild, milli stjórnmálamanna og almennings og milli stétta almennt. Þar verðum við sem þjóð að hafa stjórnmálamenn sem kunna til verka og sýna af sér gott fordæmi og taka á málum af festu. Höfundur er lögmaður
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar