Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli Guðbjargar eru en nógu slæm þó til þess að hún neyddist til þess að fara af velli og varamarkvörður Djurgården kom inn í hennar stað.
Eina mark leiksins kom áður en Guðbjörg yfirgaf markið, Emelie Lovgren náði að skora framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum á 20. mínútu.
Vi går till halvtidsvila med fortsatt underläge 0-1. Djurgården har i den 38:e minuten tvingats till målvaktsbyte efter skada på Gudbjörg Gunnarsdottir.
— Djurgården Fotboll (@DIF_Fotboll) September 23, 2018
Í sænsku karladeildinni sat Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn á varamannabekk AIK þegar Hammarby mætti í heimsókn.
Henok Goitom skoraði eina mark leiksins fyrir AIK á 76. mínútu eftir að hafa misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum.