Fótbolti

Rakel með sigurmarkið í fallslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. Vísir/Getty
Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark fallbaráttuslags Limhamn Bunkeflo 07 og Vittsjo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og tryggði þar með Limhamn sigurinn.

Mark Rakelar kom á 55. mínútu leiksins eftir markalausan fyrri hálfleik. Þetta var hennar fjórða mark fyrir liðið á tímabilinu.

Hún var í byrjunarliðinu ásamt Önnu Björk Kristjánsdóttur, spiluðu þær báðar allan leikinn.

Limhamn er í fallbaráttu í sænsku úrvalsdeildinni og var sigurinn gríðarlega mikilvægur því Vittsjo er næsta lið fyrir ofan LB 07. Munurinn á liðunum, sem þó eru bæði í fallsæti, er nú aðeins þrjú stig, Limhamn með 17 og Vittsjo 20. Eskilstuna United er í síðasta örugga sætinu með 22 stig.

Fjórar umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×