Stuðningur við Macron fer dvínandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2018 10:10 Leiðin hefur legið niður á við hjá forsetanum síðan hann tók við völdum. vísir/ap Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. Sambærileg könnun var framkvæmd í síðasta mánuði þar sem kom fram að 34% væru ánægðir með störf forsetans og þá sýndi könnun sem framkvæmd var í júlí fram á það að 39% væru ánægðir með forsetann sem sýnir að leiðin hefur legið niður á við frá því hann tók við völdum. Macron sigraði forsetakosningarnar árið 2017 með 66,1% atkvæða. Ýmsir þættir skýra dvínandi stuðning við forsetann en það var honum mikið áfall þegar umhverfisráðherra landsins, Nicolas Hulot, sagði af sér. Þá tilkynnti Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands og einn af nánustu samstarfsmönnum Macrons, fyrir skömmu að hann hygðist bjóða sig fram til borgarstjóra Lyon árið 2020. Macron hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans segja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækjunum. Þá voru margir alls ekki hrifnir í síðustu viku þegar hann sagði atvinnulausum manni að hann gæti auðveldlega fengið vinnu ef hann reyndi. Skoðanakönnun Ifop var keyrð út dagana 14-22. september og svarfjöldi var 1.964. Tengdar fréttir Franski innanríkisráðherrann vill aftur setjast í stól borgarstjóra Gérard Collomb hyggur á framboð til borgarstjóra Lyon-borgar árið 2020 og mun því láta af embætti í ríkisstjórn Emmanel Macron Frakklandsforseta. 18. september 2018 10:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. Sambærileg könnun var framkvæmd í síðasta mánuði þar sem kom fram að 34% væru ánægðir með störf forsetans og þá sýndi könnun sem framkvæmd var í júlí fram á það að 39% væru ánægðir með forsetann sem sýnir að leiðin hefur legið niður á við frá því hann tók við völdum. Macron sigraði forsetakosningarnar árið 2017 með 66,1% atkvæða. Ýmsir þættir skýra dvínandi stuðning við forsetann en það var honum mikið áfall þegar umhverfisráðherra landsins, Nicolas Hulot, sagði af sér. Þá tilkynnti Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands og einn af nánustu samstarfsmönnum Macrons, fyrir skömmu að hann hygðist bjóða sig fram til borgarstjóra Lyon árið 2020. Macron hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans segja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækjunum. Þá voru margir alls ekki hrifnir í síðustu viku þegar hann sagði atvinnulausum manni að hann gæti auðveldlega fengið vinnu ef hann reyndi. Skoðanakönnun Ifop var keyrð út dagana 14-22. september og svarfjöldi var 1.964.
Tengdar fréttir Franski innanríkisráðherrann vill aftur setjast í stól borgarstjóra Gérard Collomb hyggur á framboð til borgarstjóra Lyon-borgar árið 2020 og mun því láta af embætti í ríkisstjórn Emmanel Macron Frakklandsforseta. 18. september 2018 10:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Franski innanríkisráðherrann vill aftur setjast í stól borgarstjóra Gérard Collomb hyggur á framboð til borgarstjóra Lyon-borgar árið 2020 og mun því láta af embætti í ríkisstjórn Emmanel Macron Frakklandsforseta. 18. september 2018 10:30
Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45
Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32
Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56