Íbúar á Hlíð í efstu sætum alþjóðlegrar hjólakeppni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 21:15 Á öldrunarheimilum Akureyrar er mikið hjólað þessa dagana en öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð taka nú þátt í Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum.Hjólreiðakeppnin hófst 3. september og stendur út mánuðinn. Verkefni keppenda er í sjálfu sér einfalt.„Þennan mánuðinn er keppni í að hjóla, hver geti verið duglegur að hjóla,“ segir Dýrleif Eggertsdóttir, íbúi á Hlíð.Og á Hlíð eru íbúarnir sannarlega duglegir enda hafa þeir hjólað yfir þúsund kílómetra og er Hlíð í fimmta sæti af 125 öldrunarheimilum sem taka þátt í fimm löndum. Íbúarnir eru mjög ánægðir með þátttökuna.„Það er tilbreyting í þessu, að hreyfa sig eins og maður gerði í gamla daga,“ segir Bogi Þórhallsson.Varstu mikið á hjóli þegar þú varst yngri„Jájájá, við búskapinn fram í sveit,“ segir Bogi.En hvað er það skemmtilegasta við þetta allt saman?„Það er hreyfingin og að vera inn um fólkið hérna, það er ákaflega gott,“ segir Elín Jónsdóttir.Sjúkraþjálfari sem hefur umsjón með verkefninu segir að hjólreiðarnir hafi mjög jákvæð áhrif á keppendurna.„Þetta bæði eykur úthald og þol og hefur liðkandi áhrif. Fólk hjólar lengur, þetta er áhugahvetjandi. Það reynir meira á sig, sérstaklega í svona keppni. Þetta vekur upp keppnisskapið og er bara mjög skemmtilegt“Myndum er varpað á skjá fyrir framan hjólreiðagarpana og þannig geta þeir ímyndað sér að þeir séu að hjóla úti. Keppendur sem fréttamaður ræddi við voru á því að þetta væri mjög gagnlegt en sumir beina þó allri athyglinni að hjólreiðunum sjálfum.„Veistu það að ég yfirleitt lít ekki á þetta. Ég segi þér alveg eins og ég er. Ég er með hugann við það sem ég er að gera,“ segir Jakobína Kristín Stefánsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Á öldrunarheimilum Akureyrar er mikið hjólað þessa dagana en öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð taka nú þátt í Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum.Hjólreiðakeppnin hófst 3. september og stendur út mánuðinn. Verkefni keppenda er í sjálfu sér einfalt.„Þennan mánuðinn er keppni í að hjóla, hver geti verið duglegur að hjóla,“ segir Dýrleif Eggertsdóttir, íbúi á Hlíð.Og á Hlíð eru íbúarnir sannarlega duglegir enda hafa þeir hjólað yfir þúsund kílómetra og er Hlíð í fimmta sæti af 125 öldrunarheimilum sem taka þátt í fimm löndum. Íbúarnir eru mjög ánægðir með þátttökuna.„Það er tilbreyting í þessu, að hreyfa sig eins og maður gerði í gamla daga,“ segir Bogi Þórhallsson.Varstu mikið á hjóli þegar þú varst yngri„Jájájá, við búskapinn fram í sveit,“ segir Bogi.En hvað er það skemmtilegasta við þetta allt saman?„Það er hreyfingin og að vera inn um fólkið hérna, það er ákaflega gott,“ segir Elín Jónsdóttir.Sjúkraþjálfari sem hefur umsjón með verkefninu segir að hjólreiðarnir hafi mjög jákvæð áhrif á keppendurna.„Þetta bæði eykur úthald og þol og hefur liðkandi áhrif. Fólk hjólar lengur, þetta er áhugahvetjandi. Það reynir meira á sig, sérstaklega í svona keppni. Þetta vekur upp keppnisskapið og er bara mjög skemmtilegt“Myndum er varpað á skjá fyrir framan hjólreiðagarpana og þannig geta þeir ímyndað sér að þeir séu að hjóla úti. Keppendur sem fréttamaður ræddi við voru á því að þetta væri mjög gagnlegt en sumir beina þó allri athyglinni að hjólreiðunum sjálfum.„Veistu það að ég yfirleitt lít ekki á þetta. Ég segi þér alveg eins og ég er. Ég er með hugann við það sem ég er að gera,“ segir Jakobína Kristín Stefánsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira