Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2018 19:45 Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. Þrátt fyrir að því sé oft haldið fram hér á landi að hér ríki lítil sem engin stéttskipting er staðan langt í frá þannig að sögn doktors í félagsfræði sem hefur skoðað málið í þaula undanfarin ár. „Það sem gerist hér fyrir hrun frá miðjum tíunda áratugnum fram að hruni er að efnahagslegur ójöfnuður eykst hröðum skrefum. Sérstaklega þegar kemur að tekjuskiptingunni en líka í eignaskiptingunni. Það sem hefur gerst eftir hrun er að þrátt fyrir að tekjuskiptingin hafi jafnast þá er hún aftur farinn að aukast og að sama skapi eignaskiptingin,“ segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg þiggja 2,9 prósent barna að 17 ára aldri fjárhagsaðstoð. Guðmundur segir að í raun sé það aðeins ákvörðun að útrýma barnafátækt. „Allur ójöfnuður er í raun mannanna verk þannig að það er hægt að grípa inn í. Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að barnafátækt eigi að vera fimm prósent frekar en núll prósent eða tíu prósent,“ segir Guðmundur. Hann segir mikilvægt að ná auknum jöfnuði. „Það er auðvitað fjölmargar, hundruð ef ekki þúsundir rannsókna sem sýna fram á það að eftir því sem bilið eykst á milli hópa, hvað svo sem þú vilt kalla stéttarnar, að það hefur neikvæð áhrif á glæpatíðni, á heilsu fólks, traust milli hópa, pólitíska þátttöku,“ segir Guðmundur sem er með skilaboð til stjórnvalda. „Það er öllum til heilla, meira segja þeim sem eru ríkir og eiga mest, að reyna að hafa bilið innan skikkanlega marka.“ Guðmundur hélt erindi í Gerðubergi um stéttskiptingu á vegum Eflingar-stéttarfélags sem býður uppá fundarröð þar næstu mánuði. Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. Þrátt fyrir að því sé oft haldið fram hér á landi að hér ríki lítil sem engin stéttskipting er staðan langt í frá þannig að sögn doktors í félagsfræði sem hefur skoðað málið í þaula undanfarin ár. „Það sem gerist hér fyrir hrun frá miðjum tíunda áratugnum fram að hruni er að efnahagslegur ójöfnuður eykst hröðum skrefum. Sérstaklega þegar kemur að tekjuskiptingunni en líka í eignaskiptingunni. Það sem hefur gerst eftir hrun er að þrátt fyrir að tekjuskiptingin hafi jafnast þá er hún aftur farinn að aukast og að sama skapi eignaskiptingin,“ segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg þiggja 2,9 prósent barna að 17 ára aldri fjárhagsaðstoð. Guðmundur segir að í raun sé það aðeins ákvörðun að útrýma barnafátækt. „Allur ójöfnuður er í raun mannanna verk þannig að það er hægt að grípa inn í. Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að barnafátækt eigi að vera fimm prósent frekar en núll prósent eða tíu prósent,“ segir Guðmundur. Hann segir mikilvægt að ná auknum jöfnuði. „Það er auðvitað fjölmargar, hundruð ef ekki þúsundir rannsókna sem sýna fram á það að eftir því sem bilið eykst á milli hópa, hvað svo sem þú vilt kalla stéttarnar, að það hefur neikvæð áhrif á glæpatíðni, á heilsu fólks, traust milli hópa, pólitíska þátttöku,“ segir Guðmundur sem er með skilaboð til stjórnvalda. „Það er öllum til heilla, meira segja þeim sem eru ríkir og eiga mest, að reyna að hafa bilið innan skikkanlega marka.“ Guðmundur hélt erindi í Gerðubergi um stéttskiptingu á vegum Eflingar-stéttarfélags sem býður uppá fundarröð þar næstu mánuði.
Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira