Lífið

Jóhanna Guðrún og Davíð gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn í Garðakirkju

Birgir Olgeirsson skrifar
Davíð og Jóhanna Guðrún ganga alsæl niður kirkjutröppurnar ásamt dóttur þeirra eftir athöfnina í Garðakirkju í dag.
Davíð og Jóhanna Guðrún ganga alsæl niður kirkjutröppurnar ásamt dóttur þeirra eftir athöfnina í Garðakirkju í dag. Instagram/BrynjaDögg

Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson lét pússa sig saman í Garðakirkju í Garðabæ í dag.

Jóhanna Guðrún er landsfræg fyrir sönghæfileika sína og en hún hefur starfað á því sviði frá barnsaldri. Hún er hvað þekktust fyrir að hafa hafnað í öðru sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rússlandi árið 2009 þar sem hún flutti lagið Is it True? 

Davíð er einn af frambærilegustu gítarleikurum landsins en hann á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hans er gítargoðsögnin Sigurgeir Sigmundsson sem hefur leikið í hljómsveitunum Start, Gildrunni og Drýsli.

Glæsileg tónlistaratriði

Í athöfninni mátti sjá margt af helsta tónlistarfólki landsins og voru tónlistaratriði með glæsilegra móti.

Gospelkór Jóns Vídalíns, sem Davíð stjórnar, flutti lagið Waiting for a Star to Fall, sem bandaríski dúettinn Boy Meets Girl gerði vinsælt á níunda áratug síðustu aldar.

Næsta var komið að Stefaníu Svavarsdóttur sem flutti ABBA-lagið Thank You for the Music ásamt kórnum.

Stefanía og Elísabet Ormslev sungu síðan lagið You´ve Got a Friend eftir Carole King.

Á eftir þeim var það tenórinn Þór Breiðfjörð sem flutti lagið Unchained Melody, sem Righteous Brothers gerðu vinsælt á sjöunda áratug síðustu aldar.

Tóku Power of Love

Parið nýgifta var að sjálfsögðu klappað upp í brúðkaupsveislunni þar sem talið var í lagið Power of Love eftir Jennifer Rush sem er eflaust þekktast í flutningi Celine Dion.

Myndir frá hjónavígslunni og brúðkaupsveislunni má sjá undir myllumerkinu #yoda2109 á Instagram






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.